Jóga fyrir eldri borgara og öryrkja

Ákveðið hefur verið að gera tilraun fram að áramótum og bjóða upp á léttar jógaæfingar í félagsstarfi aldraðra og öryrkja í Borgarnesi. Tímarnir verða á fimmtudögum kl. 13.00 – 14.00 í salnum á efstu hæðinni í blokkinni á Borgarbraut 65a. Fyrsti tími verður 2. október nk. Fólk mætir í venjulegum fatnaði, en gæta skal þess þó að hann sé þægilegur …

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar árið 2014

Síðastliðinn sunnudag, þann 14. september, voru umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar fyrir árið 2014 veittar, að viðstöddu fjölmenni, að Arnarholti í Stafholtstungum. Athöfnin var í samstarfi við Skógræktarfélag Borgarfjarðar og Skógræktarfélag Íslans þar sem verið var einnig að útnefna ,,Tré ársins”. Þetta var einnig notað sem tækifæri til að halda upp á ,,Dag íslenskrar náttúru” sem er 16. september árlega. Sjá dagskrá viðburðarins …

Framkvæmdagleði á Hvanneyri

                  Miklar framkvæmdir hafa verið á Hvanneyri undanfarið, bæði við endurbætur á götum og frágang lóða. Ný klæðning hefur verið lögð á Hvanneyrargötu þ.e. frá hringtorgi að Ásgarði. Þá hafa Sindri Arnfjörð og hans menn fegrað og snyrt lóð grunnskólans á staðnum en þar er nú búið að helluleggja og setja upp …

Vetraropnun í Safnahúsi Borgarfjarðar

Sumarið hefur verið líflegt í Safnahúsi Borgarfjarðar, nóg um að vera og margir erlendir ferðamenn hafa skoðað sýningarnar þrjár í húsinu: Börn í 100 ár, Ævintýri fuglanna og Landið sem þér er gefið – minningarsýningu um Guðmund Böðvarsson skáld. Sýningarnar verða opnar um næstu helgi en annars hefur vetraropnun tekið gildi í Safnahúsi. Í vetur verður opið alla virka daga …

Liðveisla – skemmtilegt starf

Borgarbyggð leitar að skemmtilegu, ungu, umburðarlyndu en sæmilega ákveðnu fólki til að sinna liðveislu fyrir börn og/eða ungmenni með fötlun. Í liðveislu felst fyrst og fremst stuðningur til að njóta tómstunda fyrir utan heimilið. Nánari upplýsingar hjá Hjördísi Hjartardóttur s: 4337100, netfang hjordis@borgarbyggd.is    

Skemmtileg örsýning í Safnahúsi

Skemmtileg örsýning hefur verið sett upp í Safnahúsi Borgarfjarðar, í samvinnu skjala- og bókasafns. Til sýnis eru bókamerki frá ýmsum tímum sem mörg hver hafa fundist í safngögnum.Sum voru fjöldaframleidd og bera með sér auglýsingar eða skilaboð á einhvern hátt en önnur eru persónuleg hönnun. Öll eiga þau sameiginlegt að gegna því hlutverki að merkja þann stað í bókinni þegar …

Áttu tíma aflögu?

Okkur hjá Borgarbyggð bráðvantar aðila til að sinna heimilishjálp vestast í sveitarfélaginu í nokkra klukkutíma á viku.                       Launin munu ekki ekki gera þér kleift að kaupa banka eða flugfélag, jafnvel þótt þú farir vel með, en kannski er gaman að kynnast öðru fólki og láta gott af sér leiða. …

Starfsáætlun fræðslunefndar og fleira

Starfsáætlun fræðslunefndar Borgarbyggðar, haustönn 2014 er nú komin á vefinn. Starfsáætlunina má lesa hér. Einnig erindisbréf starfshóps um málefni leikskólans Hnoðrabóls í Reykholtsdal og fundargerð fyrsta fundar hópsins. Hér má sjá erindisbréfið og fundargerðina.  

Aðalsteinn Íslandsmeistari í rallý

Borgfirðingurinn Aðalsteinn Símonarson er Íslandsmeistari í rallý árið 2014. Þetta var ljóst eftir að hann og félagi hans Baldur Haraldsson frá Sauðárkróki lentu í öðru sæti í Rallý Reykjavík sem lauk um síðustu helgi og dugði það þeim til sigurs á Íslandsmótinu. Í tilefni þessa færðu Björn Bjaki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar og Guðveig Eyglóardóttir formaður byggðarráðs Aðalsteini blómvönd frá sveitarfélaginu …

Heimsókn sænskra sagnamanna í Snorrastofu

Laugardaginn 6. september kl. 17.00 verður í Snorrastofu í Reykholti hópur sænskra sagnamanna á vegum SAMFUNDET SVERIGE – ISLAND. Fyrir hópnum fer sagnamaðurinn og rithöfundurinn Per Gustavsson en ferð hópsins hefur fengið heitið, Kultur og sagoresa med Sagobygden till Island 4.-11. september 2014.   Boðið er til dagskrár, sem fram fer á “skandinavísku”, í bókhlöðu Snorrastofu. Dagsskráin er öllum opin …