Jóga fyrir eldri borgara og öryrkja

september 16, 2014
Ákveðið hefur verið að gera tilraun fram að áramótum og bjóða upp á léttar jógaæfingar í félagsstarfi aldraðra og öryrkja í Borgarnesi. Tímarnir verða á fimmtudögum kl. 13.00 – 14.00 í salnum á efstu hæðinni í blokkinni á Borgarbraut 65a. Fyrsti tími verður 2. október nk. Fólk mætir í venjulegum fatnaði, en gæta skal þess þó að hann sé þægilegur og hindri ekki hreyfingar. Æfingar fara fram sitjandi á stól eða standandi – engar dýnur eða flókin verkfæri.
Æfingarnar henta öllum og bæði konum og körlum.
Leiðbeinandi verður Erla Kristjánsdóttir.
 
 

Share: