Skemmtileg örsýning hefur verið sett upp í Safnahúsi Borgarfjarðar, í samvinnu skjala- og bókasafns.
Til sýnis eru bókamerki frá ýmsum tímum sem mörg hver hafa fundist í safngögnum.Sum voru fjöldaframleidd og bera með sér auglýsingar eða skilaboð á einhvern hátt en önnur eru persónuleg hönnun. Öll eiga þau sameiginlegt að gegna því hlutverki að merkja þann stað í bókinni þegar skilið var við hana. Þeir sem þekkja sín bókamerki í kistunni mega endilega láta starfsfólk vita og fá þau aftur!