Aðalmeðferð hjá Óbyggðanefnd

Aðalmeðferð hjá Óbyggðanefnd hvað varðar mál nr. 2 á svæði 8 vestur, þ.e. Mýra- og Borgarfjarðarsýsla, fer fram á Hótel Hamri í Borgarnesi mánudaginn 01. desember og hefst kl. 13,30. Mál 2 sem nú er til umfjöllunar nær yfir fjalllendi Munaðarness, Selland Stafholtskirkju, jörðina Sanddalstungu, Sanddal (Fellsenda- og Sauðafellsafréttur) og Snjófjöll. Þinghaldið er öllum opið.    

FRESTAÐ AÐ KVEIKJA Á JÓLATRÉ

Vegna slæms veðurútlits hefur verið ákveðið að fresta því að kveikja á jólatré Borgarbyggðar sem átti að gera sunnudaginn 30. nóvember. Ný tímasetning verður auglýst síðar.  

Skipulagsmál – lýsingar vegna skipulagstillagna

Lýsingar vegna skipulagstillagna fyrir skotæfingasvæðið í landi Hamars og Húsafell – steinharpan.   Skotæfingasvæði í landi Hamars Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 14. ágúst 2014 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Skotæfingasvæði í landi Hamars. Fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðis úr landbúnaði í íþróttasvæði. Reið- og gönguleið sem liggur að svæðinu verður skilgreind …

Fjórar grenndarstöðvar verða fjarlægðar fyrir mánaðarmót

Fjórar grenndarstöðvar í Borgarbyggð, sem ekki eru í nálægð við sumarhúsabyggð nema aðgengi sé gott í aðra grenndarstöð skammt frá, verða fjarlægðar á næstu dögum.   Þetta eru eftirfarandi stöðvar: -Stöðin við Jörfa. -Stöðin við Hvítárbakka. -Stöðin við Kaldármela. -Stöðin við Síðumúla. -Síðan verður fjarlægður einn af gámunum við Tungulæk.   Þá eru enn eftir 22 grenndarstöðvar af þeim 40 …

Íshafsskipalestirnar frá Hvalfirði í seinni heimstyrjöldinni

Í kvöld, þriðjudaginn 25. nóvember mun Magnús Þór Hafsteinsson rithöfundur og blaðamaður flytja fyrirlestur í Snorrastofu um skipalestir þær, sem sigldu á milli Hvalfjarðar og Norðvestur Rússlands í heimsstyrjöldinni síðari sumarið 1941, þegar Þjóðverjar höfðu gert árás á Rússa. Fyrirlesturinn verður í bókhlöðu Snorrastofu og hefst kl. 20.30.  

Fræðslukvöld Faxa – Kynbætur og keppnisandi

Fræðslukvöld á vegum fræðslunefndar Faxa verður á Mið – Fossum í kvöld, þriðjudaginn 25. nóvember og hefst kl. 20.00. Þorvaldur Kristjánsson kynbótadómari og kennari við LbhÍ flytur erindið Ganghæfni íslenskra hrossa – Áhrif sköpulags og skeiðgens. Viðar Halldórsson félagsfræðingur fjallar um Viðhorf og árangur – forsendur árangurs einstaklinga og hópa.  

Kveikt á jólatré Borgarbyggðar

Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli (við Ráðhús) í Borgarnesi sunnudaginn 30. nóvember kl. 17.00. Dagskrá Ávarp Guðveigar Eyglóardóttur formanns byggðarráðs Kór eldri borgara syngur nokkur lög undir stjórn Zsuzsönnu Budai. Jólasveinar koma til byggða og gleðja með söng og skemmtilegheitum. Nemendur níunda bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi gefa gestum heitt kakó.   Ef veður verður slæmt …

Aðalmeðferð hjá Óbyggðanefnd

Aðalmeðferð hjá Óbyggðanefnd hvað varðar mál nr. 5 á svæði 8 vestur, þ.e. Mýra- og Borgarfjarðarsýsla, fer fram á Hótel Hamri í Borgarnesi þriðjudaginn 25. nóvember og hefst kl. 9,00. Mál 5 sem nú er til umfjöllunar nær yfir fyrrum upprekstrarlönd Andakílshrepps og Lundarreykjadalshrepps, nú lönd Sjálfseignarstofnunarinnar Ok. Þinghaldið er öllum opið.    

Breytingar á lögheimili – tilkynna eigi síðar en 11. desember!

Vakin er athygli á að tilkynningar um breytingar á lögheimili þurfa að berast eigi síðar en fimmtudaginn 11. desember svo unnt sé að tryggja að einstaklingar séu rétt skráðir í íbúaskrá miðað við 1. desember þessa árs. Sérstök athygli er vakin á því að einstaklingar geta tilkynnt flutning á vef Þjóðskrár Íslands, skra.is. Ef lögheimilisflutningur er tilkynntur rafrænt þá fer …

Safnahús – málverkasýning Birnu Þorsteinsdóttur

Málverkasýning Birnu Þorsteinsdóttur, “Sýn”, verður opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar laugardaginn 22. nóvember kl. 14.00. Birna Þorsteinsdóttir er tónlistarkennari og starfar við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hún lærði við Myndlistarskóla Reykjavíkur um tíma, ásamt því að sækja myndlistarnámskeið. Birna var meðal stofnenda Myndlistarfélags Borgarfjarðar á sínum tíma og tók í þátt í nokkrum samsýningum á Vesturlandi í faramhaldi af því en þetta er …