Kveikt á jólatré Borgarbyggðar

nóvember 25, 2014
Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli (við Ráðhús) í Borgarnesi sunnudaginn 30. nóvember kl. 17.00.
Dagskrá
Ávarp Guðveigar Eyglóardóttur formanns byggðarráðs
Kór eldri borgara syngur nokkur lög undir stjórn Zsuzsönnu Budai.
Jólasveinar koma til byggða og gleðja með söng og skemmtilegheitum.
Nemendur níunda bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi gefa gestum heitt kakó.
 
Ef veður verður slæmt verður athöfninni frestað.
 
Myndina tók Guðlaugur Óskarsson
 
 

Share: