
Birna Þorsteinsdóttir er tónlistarkennari og starfar við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hún lærði við Myndlistarskóla Reykjavíkur um tíma, ásamt því að sækja myndlistarnámskeið. Birna var meðal stofnenda Myndlistarfélags Borgarfjarðar á sínum tíma og tók í þátt í nokkrum samsýningum á Vesturlandi í faramhaldi af því en þetta er hennar fyrsta einkasýning.
Sýning Birnu er í Hallsteinssal í Safnahúsi og stendur til 19. desember.