Aðalmeðferð hjá Óbyggðanefnd

nóvember 30, 2014
Aðalmeðferð hjá Óbyggðanefnd hvað varðar mál nr. 2 á svæði 8 vestur, þ.e. Mýra- og Borgarfjarðarsýsla, fer fram á Hótel Hamri í Borgarnesi mánudaginn 01. desember og hefst kl. 13,30.
Mál 2 sem nú er til umfjöllunar nær yfir fjalllendi Munaðarness, Selland Stafholtskirkju, jörðina Sanddalstungu, Sanddal (Fellsenda- og Sauðafellsafréttur) og Snjófjöll.
Þinghaldið er öllum opið.
 
 

Share: