Sumarfjör 2015

Í sumar verður Sumarfjör fyrir börn í 1.-7. bekk. Starfsstöðvar verða í Borgarnesi, á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Boðið verður upp á leiki, gönguferðir, listasmiðjur og kynntar verða ýmsar íþróttagreinar. Nánari upplýsingar um tíma og verð má finna hér.  

Vinnuskóli Borgarbyggðar – lausar stöður flokksstjóra

Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar að ráða flokksstjóra fyrir sumarið 2015 Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri, hafa gott lag á börnum og unglingum og vera þeim góð fyrirmynd í starfi. Í starfinu felst m.a. að leiðbeina og kenna öguð og rétt vinnubrögð við fjölbreytt störf. Vinnutímabilið er að lámarki 8 vikur og byrjar 1. júní. Laun eru samkvæmt kjarasamningum …

Íbúafundur í Hjálmakletti á þriðjudag

    Íbúafundur um breytingu á aðalskipulagi vegna skotæfingasvæðis í landi Hamars og um endurnýjun lagna og gangstétta í Kveldúlfsgötu     Borgarbyggð boðar til íbúafundar þriðjudaginn 19. maí n.k. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti, Borgarbraut 54 í Borgarnesi og hefst kl. 20:00.   Á fundinum verður m.a. rætt um breytingu á …

Sveitarstjórnarfundur 15 maí 2015

  FUNDARBOÐ 127. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í stóra fundarsal í Ráðhúsi, föstudaginn 15. maí 2015 og hefst kl. 13:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 1504016 – Ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja 2014  

Skipulagsauglýsing – skotæfingasvæði í landi Hamars

Aðalskipulagstillaga – Skotæfingasvæði í landi Hamars Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 21. apríl 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna skotæfingasvæðis í landi Hamars. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð, en fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðisins úr landbúnaði í íþróttasvæði. Reið- og gönguleið sem liggur að svæðinu verður skilgreind sem vegur og …

Undirritun húsaleigusamnings milli Borgarbyggðar og Fornbílafjelags Borgarfjarðar

Á Stórsýningu Rafta Bifhjólafélags Borgarfjarðar og Fornbílafjelags Borgarfjarðar sem haldinn var laugardaginn 9. maí með miklum glæsibrag var undirritaður húsaleigusamningur milli Borgarbyggðar og Fornbílafjelags Borgarfjarðar. Samningurinn felur í sér að Fornbílafjelag Borgarfjarðar leigir þann hluta húsnæðis í Brákarey þar sem fjárrétt og gúanó var áður til húsa, samtals 1.646 m² og munu fulltrúar félagsins sinna viðhaldi húsanna eftir bestu getu. …

Sundlaugin í Borgarnesi – breytt tilkynning

Sundlaugin í Borgarnesi verður lokuð frá klukkan 10:00 til 12:00 um óákveðinn tíma föstudaginn 8. maí vegna viðgerða á sturtum.   Nánari upplýsingar í síma 433-7140  

Dagforeldra vantar til starfa í Borgarbyggð

Mikil þörf er fyrir þjónustu dagforeldra á skólasvæði leikskólans Hnoðrabóls í Reykholtsdal og í Borgarnesi. Dagforeldrar starfa samkvæmt reglugerð nr. 907/2005, um daggæslu barna í heimahúsum. Vakin er athygli á því að starfsemi dagforeldra er leyfisskyld. Fræðslunefnd Borgarbyggðar veitir leyfi. Sótt er um leyfi hjá sviðsstjóra fjölskyldu- og fjármálasviðs á netfanginu aldisarna@borgarbyggd.is. Nánari upplýsingar veitir Aldís Arna Tryggvadóttir í síma …

Tökum til hendinni

Umhverfisnefnd Grunnskólans í Borgarnesi stendur nú annað árið í röð fyrir umhverfisátaki vikuna 11.-15. maí. Nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi, Menntaskóla Borgarfjarðar og leikskólanna Klettaborgar og Uglukletts munu taka til í sínu nánasta umhverfi þessa viku. Starfsfólk Ráðhússins, Lionsklúbburinn Agla og Hollvinasamtök Borgarness hafa einnig ákveðið að taka þátt í átakinu og Borgarbyggð mun koma fyrir gámum þar sem …

Kolfinna heiðursgestur á landsþingi Powertalk

30. landsþing POWERtalk á Íslandi var haldið á Hótel Hamri nú í byrjun maí. Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar var heiðursgestur þingsins og flutti ávarp við setningu þingsins. Hægt er að fræðast um þingið og samtökin á heimasíðu þeirra http://powertalk.is/.