Skipulagsauglýsing – skotæfingasvæði í landi Hamars

maí 11, 2015
Aðalskipulagstillaga – Skotæfingasvæði
í landi Hamars
Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 21. apríl 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna skotæfingasvæðis í landi Hamars.
Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð, en fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðisins úr landbúnaði í íþróttasvæði. Reið- og gönguleið sem liggur að svæðinu verður skilgreind sem vegur og ný veglína reið- og gönguleiðar verður staðsett fjær skotæfingasvæðinu.
Skipulagið er til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 8. maí til og með 19. júní 2015 og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is
Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 19. júní 2015 annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar, borgarbraut 14, 310 Borgarbyggð eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is
 
Tillöguna má sjá hér
 
Íbúafundur verður auglýstur síðar.
Lulu Munk Andersen
Skipulags- og byggingarfulltrúi
 

Share: