Tökum til hendinni

maí 8, 2015
Umhverfisnefnd Grunnskólans í Borgarnesi stendur nú annað árið í röð fyrir umhverfisátaki vikuna 11.-15. maí.
Nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi, Menntaskóla Borgarfjarðar og leikskólanna Klettaborgar og Uglukletts munu taka til í sínu nánasta umhverfi þessa viku.
Starfsfólk Ráðhússins, Lionsklúbburinn Agla og Hollvinasamtök Borgarness hafa einnig ákveðið að taka þátt í átakinu og Borgarbyggð mun koma fyrir gámum þar sem íbúar geta losað sig við garðaúrgang sem fellur til. Gámarnir verða staðsettir á bílastæðum skólanna.
Umhverfisnefnd grunnskólans hvetur íbúa, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki í Borgarnesi til að taka þátt í átakinu og fegra nánasta umhverfi sitt.
Umhverfisátak verður svo í dreifbýli um miðjan júní og mun sveitarfélagið þá koma fyrir gámum í dreifbýli. Það verður nánar auglýst síðar.
Sjá nánar um átakið á facebook síðu grunnskólans, https://www.facebook.com/grunnskolinniborgarnesi.


Share: