Heimili og skóli verðlaunar Gleðileikana

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 20. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Anna Margrét Sigurðardóttir, formaður Heimilis og skóla, afhenti verðlaunin ásamt Gísla H. Guðlaugssyni, formanni dómnefndar. Gleðileikarnir í Borgarnesi hlutu Foreldraverðlaun Heimilis og skóla árið 2015. Umsögn um gleðileikana: Gleðileikarnir eru þrautaleikur þar sem nemendum á elsta stigi Grunnskóla Borgarness er skipt …

Grunnskólinn í Borgarnesi – lausar stöður

    Lausar stöður við Grunnskólann í Borgarnesi   Við leitum að öflugu fólki í eftirtaldar stöður frá og með 1. ágúst 2015 Umsjónarkennurum á yngra stig Tónmenntakennara Heimilisfræðikennara Sérkennara Menntun, reynsla og hæfni: Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla. Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar. Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og sköpunarkjarkur. Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar. Góð kunnátta í íslensku skilyrði. Óskað er eftir …

Skýrslur starfshópa – fræðslumál og eignir

Á fundi sveitarstjórnar í gær, miðvikudaginn, 20. maí voru lagðar fram skýrslur tveggja starfshópa. Annars vega skýrsla starfshóps um rekstur og skipulag fræðslumála í Borgarbyggð og hins vegar skýrsla starfhóps um eignir. Skýrslurnar má lesa hér: Rekstur og skipulag fræðslumála 2015 Skýrsla um eignir Borgarbyggðar 2015  

Dagur góðra verka – opið hús í Fjöliðjunni

Fjöliðjan í Borgarnesi er aðili að Hlutverki, sem eru samtök um vinnu og verkþjálfun á Íslandi. Tilgangur samtakanna er margþættur. Meðal annars að stuðla að samstarfi um uppbyggingu á starfsþjálfun, hæfingu og endurhæfingu fyrir einstaklinga til starfa á vinnumarkaði. Þann 22. maí verður sameiginlegt átak sambandsaðila Hlutverks undir yfirskriftinni Dagur góðra verka. Af því tilefni verður opið hús í Fjöliðjunni, …

Opið hús í Andabæ og Hnoðrabóli

Leiðtogarnir í leikskólunum Andabæ og Hnoðrabóli í Borgarbyggð bjóða á opið hús fimmtudaginn 28. maí 2015 frá kl. 14:00 – 15:45. Þar munu þeir sýna hvað þeir hafa verið að gera í vetur og hvernig þeir vinna með venjurnar 7 og þjálfa leiðtogafærni sína út frá hugmyndafræði Leiðtogans í mér. Einnig verða sýnd önnur verkefni.   Sjá nánar hér í …

Mistök við útsendingu innheimtubréfa

Þau leiðu mistök áttu sér stað að Borgarbyggð sendi út innheimtubréf á kröfur sem ekki voru komnar á eindaga. Í innheimtubréfunum kemur fram að gjalddagi sé 31.03.´15 en réttur gjalddagi er 15.04.´15 og því var eindagi 15.05.´15. Þessar kröfur voru því ekki komnar á eindaga þegar innheimtubréfin voru gefin út þann 12.05.´15.   Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.  

Lokun vegna verkfalls

Vegna verkfalla stefnir í að mötuneyti Grunnskólans í Borgarnesi á Hóteli Borgarnesi verði lokað á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Nemendur þurfa því að koma með hollt og gott nesti þessa daga. Ef verkfall leysist helst allt óbreytt. Nánari upplýsingar veitir Hilmar Már Arason starfandi skólastjóri.    

Starfsgreinasambandið frestar frekari verkföllum

Verkföllum sem áttu að koma til framkvæmda 19., 20. og 26. maí hefur verið frestað. Fyrri frétt um hugsanlega lokun mötuneytis Grunnskólans í Borgarnesi í næstu viku er því hér með dregin til baka. Mötuneytið mun starfa í næstu viku. Sjá nánar um kjaraviðræður Starfsgreinasambandsins og viðsemjenda á vef Skessuhorns.    

Lausar stöður sálfræðings og forstöðumanns búsetu

Borgarbyggð auglýsir til umsóknar eftirfarandi stöður:   Sálfræðingur 100% starf sem skiptist í tvo hluta; 70% í félagsþjónustu og barnavernd og 30% í þjónustu við leikskóla Forstöðumaður Búsetuþjónustu 100% starf   Sjá auglýsingu um störfin hér.  

Velkomin – Welcome – Witajcie

NÝBÚAR – Íbúar Boðað er til opins umræðufundar um málefni nýbúa fimmtudaginn 21. maí kl. 20 í Hjálmakletti. Hvernig viljum við taka á móti nýjum íbúum í Borgarbyggð – innlendum sem erlendum? Við viljum fá að heyra þína skoðun. Hvað finnst þér? Hvað er verið að gera vel? Hvað þarf að gera betur? Vinnuhópur um stefnumótun í málefnum nýbúa.   …