
Tilgangur samtakanna er margþættur. Meðal annars að stuðla að samstarfi um uppbyggingu á starfsþjálfun, hæfingu og endurhæfingu fyrir einstaklinga til starfa á vinnumarkaði.
Þann 22. maí verður sameiginlegt átak sambandsaðila Hlutverks undir yfirskriftinni Dagur góðra verka.
Af því tilefni verður opið hús í Fjöliðjunni, frá 13:00- 15:00. Þar verður starfsemin kynnt og boðið upp á kaffisopa.