Opinn dagur í Grunnskólanum í Borgarnesi

Miðvikudaginn 27. maí stóðu list- og verkgreinakennarar Grunnskólans í Borgarnesi fyrir vorsýningu á verkum nemenda. Nemendur voru einnig með ýmsar uppákomur s.s. upplestur, tónlistarflutning og dans. Foreldrar og nemendur 9. bekkjar sáu um kaffisölu og rann allaur ágóði í ferðasjóð bekkjarins en þau hyggja á ferðalag næsta vetur. Þessi uppákoma var í alla staði vel heppnuð og ánægjulegt hve margir …

Útboðsauglýsing – Kveldúlfsgata

Borgarbyggð, Orkuveita Reykjavíkur-veitur ohf, Míla ehf og Rarik ohf, óska eftir tilboðum í verkið: Kveldúlfsgata Borgarnesi Endurnýjun lagna og gangstétta Verkið er fólgið í lagnavinnu og gerð gangstétta. Fyrir Borgarbyggð skal endurnýja gangstéttar. Fyrir Orkuveitu Reykjavíkur-veitur ohf. skal leggja frárennslislagnir, vatnslagnir og hitaveitu. Fyrir Mílu ehf. skal leggja fjarskiptalagnir. Fyrir Rarik ohf. skal sjá um jarðvinnu í sameiginlegum lagnaskurðum. Helstu …

Áhaldahús Borgarbyggðar – sumarstarfsmenn

Borgarbyggð auglýsir eftir sumarstarfsmönnum í áhaldahús Borgarbyggðar. Helstu verkefni • Vinna við umhirðu og grasslátt á opnum svæðum. • Önnur tilfallandi verkefni áhaldahúss. Hæfniskröfur • Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar. • Frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptium. • Bílpróf og vinnuvélaréttindi kostur. • Lágmarksaldur 18 ára. Upplýsingar veitir Guðrún S. Hilmisdóttir í síma 433-7100. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar …

Leiðtogadagur í Andabæ

Fimmtudaginn 28. maí var Leiðtogadagur í leikskólanum Andabæ á Hvanneyri. Þar sýndu leiðtogarnir í Andabæ hvernig þeir hafa verið að vinna með venjurnar sjö og þjálfa leiðtogafærni sýna út frá hugmyndafræði Leiðtogans í mér. Leiðtogadagurinn í Andabæ var barnanna, þau tóku á móti gestunum, voru með uppákomu í salnum og elstu börnin leiddu gesti um leikskólann og sýndu þeim það …

Sumarfjör 2015

Í sumar verður Sumarfjör í Borgarnesi, Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi Lagt er upp með fjölbreytni og skemmtun. Farið verður í leiki, gönguferðir, listasmiðjur og kynntar verða hinar ýmsu íþróttir. Sumarfjör er fyrir börn í 1. – 7. bekkjum í Grunnskólum Borgarbyggðar. Í ágúst er opið fyrir þau börn sem byrja í skóla í haust. Þátttakendur taka með sér nesti, …

Viðbótar fjárveiting til uppbygginar vega um Uxahryggi og Kaldadal

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær að verja samtals 1,8 milljörðum króna til brýnna framkvæmda á vegakerfi landsins til viðbótar við þær framkvæmdir sem áður voru fyrirhugaðar. Tilgangurinn með framkvæmdunum er að bæta umferðaröryggi, bregðast við slæmu ástandi vega og koma til móts við þarfir landsmanna og ferðamanna vegna stóraukinnar umferðar, segir í tilkynningu. Meðal annars verða fjölfarnir …

Leikskólinn Klettaborg fær styrk úr Lýðheilsusjóði

Leikskólinn Klettaborg er tilraunaleikskóli hjá Embætti landlæknis fyrir verkefnið Heilsueflandi leikskóli. Í vor sótti leikskólinn um styrk til Lýðheilsusjóðs undir nafninu „Geðheilsa og vellíðan barna“ í tengslum við leiðtogaverkefnið „The leader in me“ sem nú er verið að innleiða í leikskólanum. Leiðtogaverkefnið snýst í stuttu máli um að hjálpa hverjum einstaklingi til að blómstra. Hver einstaklingur fær þannig tækifæri til …

Sumaráætlun Strætó á Vestur- og Norðurlandi

Sumaráætlun Strætó tekur gildi þann 7. júní.   Helstu breytingar eru eftirfarandi: Leið 57 – Keyrir tvær ferðir til og frá Akureyri alla daga, einnig á laugardögum. Leið 58 – Keyrir tvær ferðir á dag alla daga.
 Leið 81 – Keyrir einungis mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga.
 Leið 82 – Keyrir alla daga og í sumum ferðum til Arnarstapa líkt og …

Einstaka ferðir Strætó falla niður á landsbyggðinni vegna verkfalla

Starfsgreinasambandið hefur boðað til verkfalla dagana 28. og 29. maí og ótímabundins verkfalls frá og með 6. júní. Komi til boðaðra verkfalla falla niður ferðir á eftirtöldum leiðum Strætó á verkfallsdögum: · Allar ferðir á leiðum 51,56,59,72,73,74, 75,78 og 79 · Leið 52 fellur niður kl 10:00 frá Mjódd og kl 12:35 frá Landeyjarhöfn Flestar ferðir á leið 57. Undantekningar …

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir mynd-og textilmenntakennara til starfa næsta skólaár

Ertu menntaður kennari sem vantar starf á fallegum stað í Borgarfirði í góðum skóla? Ef svo er, þá er Varmaland staður fyrir þig.   Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfsstöðva grunnskóli með rúmlega 200 nemendur. Starfsstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Mynd-og textilmenntakennara vantar í Varmalandsdeild skólans frá og með 1. ágúst 2015 í 70% starfshlutfall.   Launakjör eru …