Samstarfssáttmáli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar 19. febrúar var lagður fram samstarfssáttmáli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks í Borgarbyggð en þessir flokkar hafa nú myndað meirihluta í sveitarstjórn Borgarbyggðar. Samstarfssáttmálann má sjá með því að smella hér.    

Sveitarstjórnarfundur nr. 137

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar föstudaginn 19. febrúar 2016 og hefst kl. 15,00 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Dagskrá: 1. Kosning forseta sveitarstjórnar 2. Kosning fyrsta og annars varaforseta sveitarstjórnar 3. Kosning í byggðarráð 4. Kosning í nefndir og ráð 5. Málefnasamningur Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks 6. Ráðningarsamningur sveitarstjóra.  

Skipulagsmál í Borgarbyggð

Lýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Svæði fyrir motocross í þéttbýli Borgarness. Sveitarstjórn samþykkti 11. febrúar 2016 að auglýsa lýsingu vegna breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022. Tillagan er sett fram í greinargerð með uppdrætti dags. 28. janúar 2016 og felur breytingin í sér breytri landnotkun 4,8 ha svæðis úr athafnasvæði (A3) í íþrottasvæði (íþ2) og opins svæðis …

Laus störf við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal

Starfsmaður óskast í 100% afleysingastarf vegna fæðingarorlofs í 4 mánuði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan mars n.k. og starfað til lok ágústmánaðar 2016. Starfsmaður óskast í 100% starf, viðkomandi þarf að geta byrjað um miðjan mars.Ráðið er tímabundið í stöðuna fram til 5. júlí 2016.   Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi áhuga á að starfa með börnum …

Samkomulag um meirihlutasamstarf

Sveitarstjórnarfulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Borgarbyggðar hafa sent frá sér svohljóðandi fréttatilkynningu:   Fulltrúar Samfylkingingar og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Borgarbyggðar hafa komið sér saman um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn. Viðræður hafa staðið frá því slitnaði uppúr fyrrverandi meirihlutasamstarfi í sveitarstjórninni s.l. fimmtudag. Frá þeim tíma hafa átt sér stað þreifingar sem hafa skilað þeiri niðurstöðu að kjörnir fulltrúar fyrrgreindra framboða …

For-nótu-tónleikum er frestað

Fyrirhuguðum tónleikum starfsfólks og nemenda Tónlistarskóla Borgarfjarðar sem vera áttu í dag hefur verið frestað til kl. 18,00þriðjudaginn 23. febrúar n.k.  

112 dagurinn í Borgarbyggð – 2016

Fimmtudaginn 11. febrúar minntust viðbragðsaðilar í Borgarbyggð þess að 112 dagurinn var þann dag og komu að því tilefni saman við verslunina NETTO með tæki sín og tól til þess að kynna gestum og gangandi starfsemi sína. Meðal annars afhenti slökkvilið Borgarbyggðar heppnum nemenda úr þriðja bekk Grunnskóla Borgarness verðlaun fyrir að hafa tekið þátt í eldvarnafræðslu slökkviliðsins og Landssambands …

Skýrsla sveitarstjóra 11. febrúar

Kolfinna Jóhannesdóttir flutti skýrslu sveitarstjóra á fundi sveitarstjórnar 11. febrúar. Í máli sínu fór hún yfir nokkur þau verkefni sem unnið hefur verið að að undanförnu. Fundargerð sveitarstjórnar er hægt að nálgast á vef Borgarbyggðar. Skýrsluna má nálgast hér.  

For-Nótu-tónleikar

Dagur tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur um allt land um miðjan febrúr. Starfsfólk og nenendur í Tónlistarskóla Borgafjarðar mun af því tilefni verða með For-Nótu tónleika í skólanum kl. 18:00 næstkomandi þriðjudag, 16. febrúar. Þar munu nemendur flytja fjölbreytta tónlist; einleikur, samleikur og frumsamið. Boðið verður upp á kaffiveitingar og tónleikagestir munu kjósa atriði til að fara áfram á Nótu-tónleika sem …

Menningarsjóður Borgarbyggðar – auglýsing eftir umsóknum.

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok þarf að afhenda sjóðsstjórn stutta skýrslu um nýtingu styrksins. …