Vegna lúpínuátaks á Búðarkletti

Af gefnu tilefni er áréttað að Borgarbyggð hefur ekki skipulagt  herferð gegn útbreiðslu lúpínu í landi sveitarfélagsins. Lúpínuátak sem auglýst er á Búðarkletti miðvikudaginn 15. júní einskorðast við Búðarklett  og er því einungis um örlítið brot af þeirri lúpínu sem náð hefur fótfestu í bæjarlandinu að ræða.  Þegar sótt var um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna Söguhringsins í Borgarnesi, var …

Líkan af Borgarbraut 57-59

Nú er til sýnis líkan af svæðinu í kring um Borgarbraut 57 og 59. Áhugasamir eru velkomnir í Ráðhús Borgarbyggðar á opnunartíma (9:30 – 12 og 12:30 – 15) til að skoða líkanið.   

Íbúafundir í Borgarbyggð.

Almennir íbúafundir um niðurstöður ársreikninga Borgarbyggðar fyrir árið 2015 og stöðuna á verkefninu „Brúin til framtíðar“ verða haldnir í Logalandi Reykholtsdal þann 15. Júní n.k. og í Hjálmakletti Borgarnesi þann 21. Júní n.k. Báðir fundirnir hefjast kl. 20:00. Fulltrúar úr sveitarstjórn, sveitarstjóri Borgarbyggðar og starfsmaður KPMG mæta til fundanna. Sveitarstjóri

Tilkynning frá RARIK – straumleysi

Snæfellsnes, Eyja-, Miklaholts-, og Kolbeinstaðahreppur – straumleysi Raforkunotendur á Staðarsveitar-, og Laugagerðislínu, rafmagnslaust verður aðfaranótt föstudagsins 10. júní frá miðnætti til kl. 07:00 vegna vinnu á 66 kV flutningslínu Landsnets. Búast má við rafmagnstruflunum á norðanverðu Snæfellsnesi á saman tíma. Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.

Skýrsla um hljóðmælingar

Skýrsla um hljóðmælingar vegna Skotæfingasvæðis og Mótorkrossbrautar er nú komin sem fylgiskjal í fundargerð 35. fundar Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar. Einnig má skoða hana hérna-  [skýrsla hljóðpróf]. Eins er búið að birta drög að deiliskipulagi skotæfingasvæðis í fundargerðinni og má skoða það hérna einnig.[ drög deilisk skotæfingasvæði ]

Steini Eyþórs hjólar hringveginn og safnar fyrir ADHD

Af vef Skessuhorns. Þorsteinn Eyþórsson, 62 ára Borgnesingur, leggur af stað hjólandi hringveginn í dag, miðvikudaginn 8. júní. „Ég ætla ekki að vera með neinn æsing og stefni á að taka 16 daga í þetta,“ segir Steini þegar Skessuhorn hafði samband við hann. „Það eru svona að meðaltali um 85 kílómetrar á dag,“ bætir hann við. Steini byrjaði að hjóla …

Sveitarstjórnarfundur nr. 142

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ  Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 09. júní 2016 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00.  DAGSKRÁ   Skýrsla sveitarstjóra Fundargerð sveitarstjórnar 12.5.             (141) Fundargerðir byggðarráðs 18.5, 26.5., 2.6.             (376, 377, 378) Fundargerðir umhverfis – skipul. og landb.n. 06.06.             (35) Fundargerð fræðslunefndar 31.5. (142) Velferðarnefnd 5., 2.6.                                                       (61, …

Straumleysi norðan Skarðheiðar – Borgarfjörður, Mýrasýsla 7. júní nk

Vegna vinnu Landsnets á Vatnshömrum þarf að taka rafmagn af dreifikerfi RARIK norðan Skarðsheiðar aðfaranótt 7. júní frá miðnætti til kl. 07:00 Um er að ræða allt svæðið norðan Skarðsheiðar, þ.e. Borgarfjörð, Mýrasýslu og þar með talið alla þéttbýlisstaði, s.s. Borgarnes, Bifröst og Hvanneyri. Búið er að setja tilkynningu inn á heimasíðu RARIK  um fyrirhugað straumleysi. Þá hefur straumleysið einnig …

Samningar við Skorradalshrepp

Í dag undirrituðu oddviti Skorradalshrepps, Árni Hjörleifsson og sveitarstjóri Borgarbyggðar, Gunnlaugur A. Júlíusson sjö þjónustusamninga Skorradalshrepps við Borgarbyggð. Er hér um að ræða samninga um þjónustu á sviði skólamála, brunavarna, félagsþjónustu o. fl.