Straumleysi norðan Skarðheiðar – Borgarfjörður, Mýrasýsla 7. júní nk

júní 6, 2016

Vegna vinnu Landsnets á Vatnshömrum þarf að taka rafmagn af dreifikerfi RARIK norðan Skarðsheiðar aðfaranótt 7. júní frá miðnætti til kl. 07:00

Um er að ræða allt svæðið norðan Skarðsheiðar, þ.e. Borgarfjörð, Mýrasýslu og þar með talið alla þéttbýlisstaði, s.s. Borgarnes, Bifröst og Hvanneyri.

Búið er að setja tilkynningu inn á heimasíðu RARIK  um fyrirhugað straumleysi.

Þá hefur straumleysið einnig verið auglýst í Skessuhorninu, og með SMS-skilaboðum til notenda sem hafa skráð GSM-símanúmer hjá okkur.

Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa. Bilanasími 528 9390


Share: