Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árin 2017- 2020.

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2017 ásamt þriggja ára áætlun 2018 – 2020 var tekin til fyrri umræðu í sveitarstjórn fimmtudaginn 10. nóvember. Ljúka ber síðari umræðu fyrir 15. desember nk en sveitarstjórn fundar næst þann 8. desember. Í framlagðri fjarhagsáætlun er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 131 m.kr. fyrir A og B hluta sveitarsjóðs. Ekki er gert ráð fyrir lántöku …

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árin 2017- 2020.

Fjarhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2017 ásamt þriggja ára áætlun 2018 – 2020 var tekin til fyrri umræðu í sveitarstjórn fimmtudaginn 10. nóvember. Ljúka ber síðari umræðu fyrir 15. desember nk en sveitarstjórn fundar næst þann 8. desember. Í framlagðri fjarhagsáætlun er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 131 m.kr. fyrir A og B hluta sveitarsjóðs. Ekki er gert ráð fyrir lántöku …

Húsaleigubætur 2017, breytt fyrirkomulag

Um næstu áramót hætta sveitarfélög að greiða húsaleigubætur. Í stað þeirra koma húsnæðisbætur sem verða greiddar af ríkinu – Vinnumálastofnun. Þegar hefur verið opnuð heimasíða: www.husbot.is þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar og innan skamms mun verða opnað fyrir móttöku umsókna. Svo virðist sem einungis verði hægt að sækja um rafrænt. Sérstakar húsaleigubætur og stuðningur vegna leigu 15-17 …

Vikuritið Vísbending

Vikuritið Vísbending hefur um nokkurra ára skeið birt niðurstöður úr samanburði á fjárhagsstöðu 36 stærstu sveitarfélaga landsins. Sveitarfélögunum eru gefnar einkunnir eftir ákveðinni aðferðafræði og raðað eftir niðurstöðunni. Tekið er mið af skattlagningu, íbúaþróun, afkomu sem hlutfalli af tekjum, hlutfalli nettóskulda af tekjum og veltufjárhlutfalli. Allt nokkuð algildar lykiltölur. Enda þótt þetta sé frekar til gamans gert frekar en að …

Gengið gegn einelti

Nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi gengu fylktu liði frá skólanum og enduðu á stuttri samkomu í Skallagrímsgarði í morgun til að vekja athygli á því að einelti er dauðans alvara sem hvergi ætti að þrífast.

147. fundur sveitarstjórnar

147. FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 10. Nóvember 2016 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ 1. Skýrsla sveitarstjóra. 2. Fundargerðir sveitarstjórnar 13.10, 28.10. (145, 146) 3. Fundargerðir byggðarráðs 20.10., 27.10., 3.11. (392.393.394) 4. Fundargerð fræðslunefndar 25.10 (147) 5. Fundargerð umhverfis – skipulags og landb.n. 2.11 (41) 6. Fundargerð Velferðarnefndar 3.11 (66) …

Ókeypis heilsufarsmæling í Borganesi

Hvernig er heilsan? Þér er boðið í ókeypis heilsufarsmælingu SÍBS og Hjartaheilla. Við bjóðum sérstaklega velkomna alla þá sem ekki eru nú þegar undir eftirliti vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur og súrefnismettun. Að auki gefst kostur á að taka þátt í könnun SÍBS um heilsu og líðan, sem getur hjálpað við að bæta skilning á því …

Heilsueflandi samfélag

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi þann 3. nóvember sl. að sækja um aðild að Heilsueflandi samfélagi, sem er verkefni á vegum Embættis landlæknis, en heilsueflandi samfélag leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum. Í heilsueflandi samfélagi er áhersla lögð á að bæta bæði hið manngerða og félagslega …

Geymslusvæði fyrir gáma Sólbakka 29 í Borgarnesi

Nú er unnið að undirbúningi geymslusvæðis fyrir gáma að Sólbakka 29.  Áætlað er að girða svæðið af og laga undirlag, sjá teikningu af skipulagi lóðarinnar. Þeir aðilar sem þarna eiga einhverjar eignir eru beðnir að fjarlægja þær sem allra fyrst til að unnt sé að ráðast í ofangreindar framkvæmdir. Nánari upplýsingar gefur Ámundi Sigurðsson verkstjóri Áhaldahúss Borgarbyggðar. solbakki-29-teikn  

Hunda- og kattahreinsun 2016

Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð á eftirtöldum stöðum. Hvanneyri 7. nóvember í slökkvistöðinni kl. 17:00 – 19:00. Reykholti 8. nóvember í slökkvistöðinni kl. 17:00 – 18:00. Varmalandi 8. nóvember í húsnæði Björgunarsveitarinnar kl. 18:30 -19:30. Edda Þórarinsdóttir annast hreinsunina ofangreinda daga. Borgarnesi 14. nóvember í slökkvistöðinni við Sólbakka. Fyrir hunda með skráningarnr. 1- 250 16:30 -17:30. Fyrir hunda með skráningarnr. 251- 450 …