Ókeypis heilsufarsmæling í Borganesi

nóvember 8, 2016
Featured image for “Ókeypis heilsufarsmæling í Borganesi”

Hvernig er heilsan?

Þér er boðið í ókeypis heilsufarsmælingu SÍBS og Hjartaheilla. Við bjóðum sérstaklega velkomna alla þá sem ekki eru nú þegar undir eftirliti vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur og súrefnismettun. Að auki gefst kostur á að taka þátt í könnun SÍBS um heilsu og líðan, sem getur hjálpað við að bæta skilning á því hvað megi gera til að draga úr sjúkdómum.

Þátttaka er ókeypis!

Mælingar fara fram á eftirtöldum stöðum miðvikudaginn 9. og fimmtudaginn 10. nóvember.
• Akranesi 9. nóvember Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum kl. 17-20
• Borgarnesi 10. nóvember Íþróttamiðstöðinni Þorsteinsgötu kl. 17-20


Share: