Vikuritið Vísbending

nóvember 11, 2016
Featured image for “Vikuritið Vísbending”

Vikuritið Vísbending hefur um nokkurra ára skeið birt niðurstöður úr samanburði á fjárhagsstöðu 36 stærstu sveitarfélaga landsins. Sveitarfélögunum eru gefnar einkunnir eftir ákveðinni aðferðafræði og raðað eftir niðurstöðunni. Tekið er mið af skattlagningu, íbúaþróun, afkomu sem hlutfalli af tekjum, hlutfalli nettóskulda af tekjum og veltufjárhlutfalli. Allt nokkuð algildar lykiltölur. Enda þótt þetta sé frekar til gamans gert frekar en að vera hinn endanlegi mælikvarði á fjárhagslega stöðu einstakra sveitarfélaga þá þykir þó betra að vera ofar en neðar á þessum lista. Fyrirsögnin á umfjöllun ritsins í október þegar niðurstaðan var kynnt hljóðaði: „Róðurinn þyngist hjá sveitarfélögunum“. Áhugavert að sjá þróunina hjá Borgarbyggð á árunum 2014-2016 samkvæmt þessari samantekt. Árið 2014 var Borgarbyggð í 30. sæti af þeim 36 sveitarfélögum sem skoðuð voru, árið 2015 í 27. sæti og árið 2016 í 13 sæti. Þetta er ánægjulegt mat á því starfi sem hefur verið unnið innan sveitarfélagsins í þessu efni á liðnum misserum. (mynd Guðrún Jónsd.)


Share: