Verkfræðistofan Efla skilaði þann 19. júlí sl. inn lokaskýrslu um úttekt á húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi. Fram kemur í skýrslunni að raka- og mygluskemmdir er að finna í húsnæðinu. Umhverfis- og skipulagssvið mun vinna áætlun um fyrstu viðbrögð við niðurstöðum skýrslunnar, forgangsröðun aðgerða og kostnaðargreiningu sem lögð verður fyrir fyrir byggðarráð. Smíði glugga í suðurhlið er þegar hafin til að …
Fallegt í Borgarnesi
„Ef ég hefði átt að lýsa Borgarnesi í byrjun 20. aldarinnar, hefði ég sagt, að það væri versti staður á Íslandi. Þar væri ljótt, sandur og berir klettar, alltaf vont veður, stormur og rigning, og þar lægju skólapiltar og kaupafólk í einni bendu uppi á einhverju stóru pakkhúslofti. En eftir að frú Helga fór að skjóta skjólshúsi yfir mig, uppgötvaði …
Bilun í bifreið Íslenska Gámafélagsins við losun á Grænu tunnunum
Bilun varð í bifreið Íslenska Gámafélagsins við hreinsun á Grænu tunnunum í Borgarbyggð í gær svo ekki var hægt að tæma allar tunnurnar sem átti að tæma. Viðgerð á bifreiðinni stendur yfir og haldið verður áfram hreinsun um leið og hún verður komin í lag. Íbúar og aðrir hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á óþægindunum.
Týndur kisi
Högni, óörmerktur. Kom í gildru í Rauðanesi uppl í síma 8925044
Snorrahátíð á laugardaginn
Snorrastofa býður til afmælishátíðar næstkomandi laugardag 15. júlí 2017 í Reykholti – í tilefni af 70 ára afmæli Snorrastyttunnar sem Norðmenn gáfu Íslendingum. Fullyrða má að einhver merkasti viðburður í sögu héraðsins á seinni tímum hafi verið afhending Snorrastyttunnar í júlímánuði 1947 – en þá var haldin fjölmennasta þjóðhátíð í sögu héraðsins. Hátíðarhöldin 1947 voru í undirbúningi í áratugi – …
Plan B Listahátíð og gámastöðin við Sólbakka
Borgarbyggð, Íslenska Gámafélagið og Plan-B listahátíð hafa komist að samkomulagi um möguleika á nýtingu efniviðar af gámastöðinni við Sólbakka til listsköpunar. Listamenn hátíðarinnar hafa heimild til að nýta það efni sem berst inn á stöðina sem efnivið í listaverk og gefa þannig gömlum hlutum nýtt líf. Því má búast við því að úrgangur sem berst á gámastöðina við Sólbakka á …
Burðarplastpokalaus Borgarbyggð
Sveitarstjórn hefur samþykkt að hefja þá vegferð að draga úr notkun á einnota burðarplastpokum í sveitarfélaginu. Til að verkefnið sé vænlegt til árangurs skiptir aðkoma fyrirtækja í sveitarfélaginu lykilmáli, fyrirtækja sem afhenda kaupendum vörur í poka. Fulltrúar Borgarbyggðar hafa nú heimsótt vel flest fyrirtæki í sveitarfélaginu til að kynna verkefnið og hafa viðtökur verið mjög góðar. Í ljós kemur að …
Félagsmiðstöðin Óðal – laus störf
Óskað er eftir frístundaleiðbeinendum í félagsmiðstöðina Óðal veturinn 2017-2018. Markhópur félagsmiðstöðva eru unglingar á aldrinum 13-16 ára. Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er síðdegis og á kvöldin. Helstu verkefni og ábyrgð Leiðbeina unglingum í leik og starfi. Umsjón og undirbúningur á faglegu félagsmiðstöðvastarfi í samvinnu við tómstundafulltrúa. Samráð og samvinna við unglinga og starfsfólk skóla. Samskipti við foreldra/forráðamenn. …
Samningur um sorphirðu
Í gær var undirritaður verksamningur við Íslenska Gámafélagið ehf. um sorphirðu og rekstur móttökustöðva í Borgarbyggð. Samningurinn tekur gildi 1. september 2017 og gildir til 31. ágúst 2022. Helstu breytingar með nýjum samningi felast í að aukin áhersla verður lögð á flokkun og ábyrga meðhöndlun úrgangs. Borgarbyggð væntir góðs af samstarfi við Íslenska gámafélagið ehf.
Gjaldfrjálst skyldunám í grunnskólum Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar staðfesti á fundi sínum 6. júlí sl. bókun fræðslunefndar frá 13. júní sl. um að öllum börnum í grunnskólum Borgarbyggðar verði veitt nauðsynleg námsgögn og ritföng frá og með næsta hausti. Er það skref í gjaldfrjálsu skyldunámi sem stuðlar að jafnræði í námi og vinnur gegn mismunun barna. Með ákvörðun sinni tekur byggðarráð undir þau sjónarmið að öll …