Bilun í bifreið Íslenska Gámafélagsins við losun á Grænu tunnunum

júlí 20, 2017

Bilun varð í bifreið Íslenska Gámafélagsins við hreinsun á Grænu tunnunum í Borgarbyggð í gær svo ekki var hægt að tæma allar tunnurnar sem átti að tæma. Viðgerð á bifreiðinni stendur yfir og haldið verður áfram hreinsun um leið og hún verður komin í lag. Íbúar og aðrir hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á óþægindunum.


Share: