Móglí í Borgarnesi

Söngleikurinn Móglí var frumsýndur föstudaginn 24. nóvember sl  í Hjálmakletti. Tónlistarskóli Borgarfjarðar stendur fyrir sýningunni í tilefni af 50 ár afmæli skólans. Uppselt var á frumsýninguna sem tókst einkar vel. Einnig var fullt hús á sýningunum á laugardag og sunnudag. Þegar er farið að seljast vel á næstu sýningar, en alls verða sýningarnar 10 og lokasýningin verður laugardaginn 9. desember. …

Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði 3. des.

Upphaf aðventu í Borgarbyggð sunnudaginn 3. desember 2017  Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði kl. 17.00 Ljósin verða tendruð á jólatré Borgarbyggðar í Skallagrímsgarði. Þar mun Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri flytja ávarp og tendra jólaljósin.   Jólalög verða sungin af Barnakór Borgarness undir stjórn Steinunnar Árnadóttur við undirleik Halldórs Hólm. Einnig mun Andrea Jónsdóttir spila á saxafón. Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi bjóða …

Efni til endurvinnslu

Grunnskólinn í Borgarnesi tekur þátt í Grænfánaverkefninu sem stuðlar að aukinni umhverfisvitund. Í umhverfissáttmála skólans kemur meðal annars fram að endurnýta og endurvinna skuli það sem hægt er. Áhugi er fyrir því innan skólans að nota endurunnið efni og annað sem til fellur með litlum kostnaði við jólaföndur í skólanum. Af þessu tilefni er nú boðið upp á afskrifaðar bækur, birkikubba og köngla á  …

Fyrirmyndardagurinn

Ráðhús Borgarbyggðar tók þátt í fyrirmyndardeginum föstudaginn 24. nóvember sl. Vinnumálastofnun stendur að fyrirmyndardeginum en þá bjóða fyrirtæki og stofnanir atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að fylgja starfsmanni eftir í sínu fyrirtæki eða stofnun í einn dag eða hluta úr degi. Með því fá atvinnuleitendur tækifæri á að kynna sér fjölbreytt starfsumhverfi og forsvarsmenn fyrirtækja fá að kynnast styrkleikum hvers þátttakanda.

DMP-Vest – Opnir fundir

Opnir súpufundir um framtíðarsýn ferðamála á Vesturlandi verða haldnir núna í nóvember: -20. nóv. Opinn fundur fyrir Dalabyggð-haldinn í Dalabúð í Búðardal -23. nóv. Opinn fundur fyrir Snæfellsnes -haldinn á Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi -28. nóv. Opinn fundur fyrir Borgarbyggð og Skorradalshrepp -haldinn í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri -29. nóv. Opinn fundur fyrir Akranes og Hvalfjarðarsveit -haldinn í Garðakaffi á …

Ibúakönnun 2016

Nýverið kom út skýrslan Íbúakönnun á Vesturlandi: Staða og mikilvægi búsetuskilyrða. Í könnuninni eru íbúar Vesturlands beðnir um að taka afstöðu til stöðu og mikilvægi margra mikilvægustu búsetuþátta hvers samfélags. Þessi könnun hefur verið gerð þriðja hvert ár og er þetta í fimmta skiptið sem hún er framkvæmd.  Samkvæmt könnuninni er staðan á íbúðamarkaði mest aðkallandi á öllum svæðum nema …

Hunda- og kattahreinsun 2017

Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð á eftirtöldum stöðum. Bifröst 29. nóvember í kyndistöðinni kl. 16:00 – 18:00. Borgarnesi 30. nóvember í slökkvistöðinni við Sólbakka. Fyrir hunda með skráningarnr. 1- 300 16:30 -17:30. Fyrir hunda með skráningarnr. 301- 450 17:30 – 19:00 Fyrir ketti 19:15 – 20:15. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina ofangreinda daga. Hvanneyri 5. desember í slökkvistöðinni kl. 17:00 – 19:00. …

Skipulagsauglýsingar – 2017-11-22

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 163. fundi sínum þann 9. nóvember 2017, samþykkt að auglýsa tillögur að breytingu tveggja deiliskipulaga og eru þær auglýstar í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Gamli miðbær í Borgarnesi – tillaga að breyttu deiliskipulagi  Breytingin felst í eftirfarandi: Íbúðarlóðirnar Brákarsund 2 og 4 falla niður. Skilgreind verður sameignarlóð, Brákarsund 2, sem tilheyrir Brákarbraut 10 …

Haustfrétt frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Tónlistarskóli Borgarfjarðar fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. Skólinn var stofnaður 7. september 1967 af Tónlistarfélagi Borgarfjarðar. Theodóra Þorsteinsdóttir hefur verið skólastjóri frá 1991 og starfa níu kennarar við skólann og 162 nemendur  stunda tónlistarnám á haustönn. Starf skólans fer fram í húsnæði skólans að Borgarbraut 23 Borgarnesi, en einnig er kennt á starfstöðvum Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum …

AÐ VERA FORELDRI – UPPELDISFRÆÐSLA Í LEIKSKÓLANUM

Að vera foreldri er eitt mikilvægasta og mest krefjandi verkefni fullorðinsáranna. Foreldrahlutverkið hefst strax við fæðingu barnsins og felur í sér að annast það, vernda, kenna og veita því leiðsögn. Markmið góðs uppeldis er að barnið verði heilbrigt, vel aðlagað, hamingjusamt og hafi til að bera eiginleika og færni sem kemur því til góða í framtíðinni. Nauðsynleg uppeldisfærni er hins …