Ibúakönnun 2016

nóvember 22, 2017
Featured image for “Ibúakönnun 2016”

Nýverið kom út skýrslan Íbúakönnun á Vesturlandi: Staða og mikilvægi búsetuskilyrða. Í könnuninni eru íbúar Vesturlands beðnir um að taka afstöðu til stöðu og mikilvægi margra mikilvægustu búsetuþátta hvers samfélags. Þessi könnun hefur verið gerð þriðja hvert ár og er þetta í fimmta skiptið sem hún er framkvæmd.  Samkvæmt könnuninni er staðan á íbúðamarkaði mest aðkallandi á öllum svæðum nema í Dölunum þar sem vöruverð er mesti þyrnir í augum heimamanna. Ýmsar sérgreiningar voru gerðar í þessari úrvinnslu þar sem kannanirnar hafa verið gerðar nokkuð oft. Þar má nefna íbúðamarkaðinn, stöðu eldri borgara og útlendinga sem dæmi. Að þessu sinni gætir nokkurra nýjunga í skýrslu íbúakönnunarinnar. Nú er í fyrsta skipti reynt að setja fram forgangslista fyrir þau verkefni sem vert er að vinna á hverju svæði Vesturlands fyrir sig, grundvallaðan á niðurstöðum könnunarinnar. Hann er að finna í töflu undir hverju svæði í kaflanum yfir búsetuskilyrði. Forgangsverkefnalistann fyrir hvert svæði er síðan að finna í fullri lengd í viðauka skýrslunnar. Þá var í fyrsta skipti spurt á þremur tungumálum til að ná betur til útlendinga á Vesturlandi. Að þessu sinni voru þátttakendur í fyrsta skipti spurðir um hamingju sína. Sú spurning byggir á reynslu erlendra fræðimanna á rannsóknum á hamingju fólks. Niðurstöðum svaranna er síðan gerð sérstök skil í viðkomandi kafla.(SSV)

Skýrsluna í heild er hér  Ibuakonnun_2016


Share: