Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði 3. des.

nóvember 27, 2017
Featured image for “Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði  3. des.”

Upphaf aðventu í Borgarbyggð

sunnudaginn 3. desember 2017

 Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði kl. 17.00

Ljósin verða tendruð á jólatré

Borgarbyggðar í Skallagrímsgarði.

Þar mun Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri

flytja ávarp og tendra jólaljósin.

 

Jólalög verða sungin af Barnakór

Borgarness undir stjórn Steinunnar

Árnadóttur við undirleik Halldórs Hólm.

Einnig mun Andrea Jónsdóttir spila á saxafón.

Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi bjóða

uppá heitt kakó. Jólasveinar mæta á svæðið og

dansað verður í kringum jólatréð.

Aðventustemming verður í bænum.

 Gleðilega hátíð!


Share: