SVEITARSTJÓRN BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 11. janúar 2018 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 14.12. (164) Fundargerðir byggðarráðs 21.12., 4..1. (437, 438) Fundargerð velferðarnefndar 5.1 (79) Fundargerðir fræðslunefndar 9.1. (164) Fundargerð umhverfis – skipulags og …
Opinn vinnufundur um Áfangastaðaáætlun ferðamála
Markaðsstofa Vesturlands vinnur í samstarfi við Ferðamálastofu að Áfangastaðaáætlun ferðamála fyrir Vesturland (DMP). Framundan eru opnir fundir þar sem unnið er að markmiðasetningu og áherslum í aðgerðaáætlun ferðamála á Vesturlandi 2018-2020 fyrir hvert svæði innan landshlutans. Opinn fundur fyrir Borgarbyggð og Skorradal verður í Hjálmakletti í Borgarnesi kl. 17:00-20:00. Nánari upplýsingar hjá Markaðsstofu Vesturlands.
Straumleysi, hangikjöt og sýra
Safnahús tekur þátt í Dimma deginum 12. janúar, en þá er í annað sinn stefnt á uppbrot hversdagsins í héraðinu og upplifun með öðrum hætti. Þess er minnst hve stutt er síðan umhverfið rafvæddist og hvernig samskipti hafa breyst frá því að snjalltæki komu fram. Það eru þær Eva Hlín Alfreðsdóttir og Heiður Hörn Hjartardóttir í Borgarnesi sem gangast fyrir …
Glæsilegur árangur hjá Guðrúnu Helgu
Fjölmenni mætti þegar málverkasýning Guðrúnar Helgu Andrésdóttur var opnuð í Safnahúsinu s.l. laugardag. Einnig seldust nánast öll verkin á opnunardaginn. Er þetta fágætur árangur hjá myndlistarmanni á fyrstu einkasýningu. Guðrún Helga býr í Borgarnesi og á ættir að rekja í uppsveitir Borgarfjarðar og til Suður-Þingeyjarsýslu; dóttir Þorgerðar Kolbeinsdóttur frá Stóra-Ási og Andrésar Kristjánssonar ritstjóra. Hún hefur lagt stund á myndlist …
Laust starf við sundlaugina á Kleppjárnsreykjum
Starfsmaður óskast sem fyrst við sundlaugina á Kleppjárnsreykjum Um er að ræða starf á sunnudögum frá kl. 13:00-18:00 Helstu verkefni: Starfið felst í öryggisgæslu við sundlaug, afgreiðslustörf, aðstoð við viðskiptavini og þrif. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri Standast hæfnispróf sundstaða Með góða þjónustulund Upplýsingar hjá forstöðumanni íþróttamannvirkja ingunn28@borgarbyggd.is
Nýr framkvæmdastjóri UMSB
Sigurður Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) og tekur hann til starfa 1. febrúar. Sigurður tekur við starfinu af Pálma Blængssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri frá miðju ári 2013. Í tilkynningu frá UMFÍ kemur fram að Sigurður er af mikilli ungmennafélagsfjölskyldu sem hefur um árabili verið virk í starfi hreyfingarinnar, svo sem á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi um …
Viðburðadagatal og skráning viðburða
Enda þótt árið um kring sé yfirleitt mikið að gerast í menningarstarfsemi innan Borgarbyggðar þá er ætíð einna mest um að vera á fyrstu mánuðum ársins. Söngskemmtanir, leikrit, þorrablót, góugleði, spilakvöld, menningarkvöld, fyrirlestrar o.s.frv. o.s.frv. eru um allt héraðið. Það er því ekki auðvelt að fá yfirsýn yfir allt hið fjölbreytta menningarstarf í héraðinu. Því vill ýmislegt renna framhjá í …
„Staðir allt um kring“
Næstkomandi laugardag þann 6. janúar kl. 13.00 verður opnuð ný sýning í Safnahúsinu. Það er myndlistarsýning Guðrúnar Helgu Andrésdóttur sem sýnir vatnslita- og olíumyndir. Guðrún Helga býr í Borgarnesi og á ættir að rekja í uppsveitir Borgarfjarðar og til Suður-Þingeyjarsýslu; dóttir Þorgerðar Kolbeinsdóttur frá Stóra-Ási og Andrésar Kristjánssonar ritstjóra. Guðrún hefur lagt stund á myndlist um margra ára skeið og …
Frístundaleiðbeinandi í Óðali
Félagsmiðstöðin Óðal Óskað er eftir frístundaleiðbeinanda í félagsmiðstöðina Óðal í Borgarnesi. Markhópur félagsmiðstöðva eru unglingar á aldrinum 13-16 ára. Í boði er hlutastarf þar sem unnið er á miðvikudögum og fimmtudögum frá 19:00-22:00. Helstu verkefni og ábyrgð Leiðbeina unglingum í leik og starfi. Umsjón og undirbúningur á faglegu félagsmiðstöðvastarfi í samvinnu við tómstundafulltrúa. Samráð og samvinna við unglinga og starfsfólk …
Starfsmaður óskast
Starfsmaður óskast á næturvaktir í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi. Umsóknarfrestur er til 15. janúar. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsækjandi þarf að vera eldri en 20 ára og hafa ökuréttindi. Laun samkvæmt kjarasamningum. Nánari upplýsingar gefur: Guðbjörg í síma 893-9280, milli kl. 8.00-16.00 alla virka daga og með tölvupósti gudbjorgg@borgarbyggd.is.