Nýr framkvæmdastjóri UMSB

janúar 8, 2018
Featured image for “Nýr framkvæmdastjóri UMSB”

Sig­urður Guðmunds­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri Ung­menna­sam­bands Borg­ar­fjarðar (UMSB) og tek­ur hann til starfa 1. fe­brú­ar. Sig­urður tek­ur við starf­inu af Pálma Blængs­syni, sem hef­ur verið fram­kvæmda­stjóri frá miðju ári 2013.

Í til­kynn­ingu frá UMFÍ kem­ur fram að Sig­urður er af mik­illi ung­menna­fé­lags­fjöl­skyldu sem hef­ur um ára­bili verið virk í starfi hreyf­ing­ar­inn­ar, svo sem á Ung­linga­lands­móti UMFÍ í Borg­ar­nesi um versl­un­ar­manna­helg­ina 2016.

Sig­urður er fjög­urra barna faðir frá Hvann­eyri. Hann er nú verk­efna­stjóri Íþrótta­banda­lags Reykja­vík­ur (ÍBR) og kem­ur þar að skipu­lagn­ingu stórra viðburða á borð við Reykja­vík­ur­m­araþonið. Hann hef­ur áður starfað sem tóm­stunda­full­trúi Borg­ar­byggðar fyr­ir hönd UMSB og unnið hjá UMFÍ, m.a. sem fram­kvæmda­stjóri Lands­móta UMFÍ 50+ og ým­issa lýðheilsu­verk­efna. Því til viðbót­ar hef­ur hann setið í Æsku­lýðsráði rík­is­ins sem sem m.a. er unnið að stefnu­mót­un æsku­lýðsfé­laga í land­inu.

Sig­urður er með B.Sc. gráðu í íþrótta-, kennslu- og lýðheilsu­fræðum frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Þá hef­ur hann einnig menntað sig í leiðtoga- og frum­kvöðla­fræðum og al­menn­um íþrótt­um auk þess að hafa sveins­próf í húsa­smíði.

Sig­urður er sjálf­ur formaður Ung­menna­fé­lags­ins Íslend­ings sem rek­ur m.a. Hrepps­laug í Efri-Hrepps í Skorra­dal.


Share: