Már Jónsson prófessor flytur fyrirlestur um bókina Pilt og stúlku og höfund hennar í Safnahúsi á fimmtudaginn eftir viku, þann 15. febrúar kl. 20.00. Verkið skrifaði Jón Thoroddsen þegar hann stóð á þrítugu, en hann var á sínum tíma sýslumaður Borgfirðinga og bjó á Leirá. Í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns. Af því tilefni hefur fyrsta útgáfa …
Ófærð og illviðri
Nú kyngir niður snjó um allt sveitarfélagið og þörfin fyrir snjómokstur er víða. Unnið er að mokstri og eru vegir og götur rudd þegar best þykir m.a. út frá snjóþyngslum og veðráttu. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að allir vegir í dreifbýli og götur í þéttbýli séu greiðfærar öllum stundum og því eru íbúar beðnir að huga að …
Öldubúðin opnar
Vorum að opna verslun á Brákarbraut 25. Okkar margrómuðu fjölnota pokar, kerti og ýmislegt til sölu á góðu verði. Opnunartími 10 – 15, alla virka daga Verið velkomin. Starfsfólk Öldunnar.
Íþróttir og tómstundir í Borgarbyggð
Opinn samráðsfundur verður haldinn um íþróttir og tómstundir í Borgarbyggð þriðjudaginn 13. febrúar kl.20:00 í Hjálmakletti Dagskrá: Mikilvægi stefnumótunar í íþróttum og tómstundum Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands Umræður um skipulag íþrótta og tómstunda í Borgarbyggð Markmið samráðsfundarins er að leita svara við því hvernig staðið verði að fjölbreyttum íþróttum og tómstundum fyrir íbúa …
Safnahús tekur þátt í Evrópuári menningararfsins
Sýning Safnahúss um byggingu Hvítárbrúarinnar 1928 verður einn dagskrárliða á Evrópsku ári menningararfs (European Year of Cultural Heritage 2018). Verður sýningin opnuð 1. nóvember og er unnin í samvinnu við Helga Bjarnason blaðamann og Vegagerð ríkisins. Það er Minjastofnun Íslands sem velur viðburði á dagskrá menningarársins og lagt er til grundvallar að Hvítárbrúin var á sínum tíma mikil samgöngubót og …
Dagur leikskólans – Við bjóðum góðan dag alla daga
Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins þriðjudaginn 6. febrúar. Þetta er í ellefta skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Tilgangur Dags leikskólans er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara. Samstarfsaðilar um Dag leikskólans …
166. fundur sveitarstjórnar
SVEITARSTJÓRN BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 8. febrúar 2018 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 11.1. (165) Fundargerðir byggðarráðs 18.1.,25.1.,1.2. (439, 440, 441) Fundargerð fræðslunefndar 30.1. (165) Fundargerð velferðarnefndar 2.2. (80) Fundargerð umhverfis – skipulags og landb.n. 7.2. …
Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2017
Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2017 voru kynntar af formanni Hagþenkis, Jóni Yngva Jóhannssyni, í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafnið fimmtudaginn 1. feb. kl. 17 í Borgarbókasafni, Grófarhúsi. Viðurkenning Hagþenkis verður veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni um mánaðamót febrúar og mars og felst í sérstöku viðurkenningarskjali og 1.250.000 kr. Á Degi bókarinnar þann 23. apríl standa Hagþenkir og …
„Það þarf samtal til að öðlast skilning, ná sátt og byggja upp traust“
Fundur um upplýsingamiðlun, samráð og framsækni í Borgarbyggð Fræðslu- og umræðufundur um upplýsingamiðlun og samráð við íbúa var haldinn í Hjálmakletti í Borgarbyggð þann 30. janúar sl. Hjá Borgarbyggð er nú unnið að mótun stefnu um upplýsingamiðlun og samráð við íbúa og síðastliðinn þriðjudag var boðið til opins fundar, til að heyra sjónarmið íbúa og ræða hvernig mætti gera betur. …
Grunnskólinn í Borgarnesi – útboð
Ríkiskaup f.h. Borgarbyggðar hefur auglýst útboð á smíði viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi ásamt endurbótum á eldra húsnæði. Opnun tilboða fer fram 6. mars n.k. Sér þá fyrir endann á löngu undirbúningsferli og munu framkvæmdir geta hafist á vordögum.