Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2017 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 27. mars sl. Helstu niðurstöðutölur ársreiknings eru þær að veltufé frá rekstri í A-hluta sveitarsjóðs eru 508,3 m.kr og 536,6 m.kr. hjá samstæðunni (A-hluta sveitarsjóðs ásamt B-hluta fyrirtækjum). Það eru því sem næst sömu fjárhæðir og á árinu 2016. Langtímalán eru greidd niður um 237 …
Úthlutun úr afreksmannasjóði UMSB
Á sambandsþingi UMSB voru sjö aðilar sem fengu úthlutað úr afreksmannasjóði UMSB. Tilgangur sjóðsins er að styrkja afreksfólk, einstaklinga eða hópa innan UMSB sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni. Þeir Arnar Smári Bjarnason, Sigurður Aron Þorsteinsson og Marinó Pálmason náðu ekki að koma þar sem þeir voru að keppa í körfuknattleik á sama tíma og þingið var. Aðrir …
Aukafundur sveitarstjórnar – fundur nr. 168.
SVEITARSTJÓRN BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ – aukafundur FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar þriðjudaginn 27. mars 2018 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Ársreikningur Borgarbyggðar 2017 – fyrri umræða. Fundargerð sveitarstjórnar 8.3. (167) Fundargerðir byggðarráðs 15.3, 22.3. (445, 446) Fundargerð fræðslunefndar 13.3. (167) Fundargerð umhverfis – skipulags – og …
Sumarstörf hjá Borgarbyggð – 2018
Borgarbyggð auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2018 Flokkstjórar Vinnuskólans Helstu verkefni og ábyrgð Umsjón með hópum í almennum garðyrkjustörfum, gróðursetningu og hirðingu á opnum svæðum Leiðbeina unglingum í leik og starfi Vinnuskólinn verður með starfsstöðvar á fjórum stöðum í sveitarfélaginu: Á Hvanneyri Á Bifröst Í Reykholti Í Borgarnesi Leiðbeinendur Sumarfjörs Helstu verkefni og ábyrgð Umsjón og undirbúningur í …
Ferðalag starfsmanna Öldunnar
Starfsfólk og leiðbeinendur Öldunnar lögðu land undir fót þriðjudaginn 13. Mars sl. Haldið var í heimsókn í Sólheima í Grímsnesi og á vinnustofuna Viss á Selfossi. Tekið var vel á móti hópnum í Sólheimum og fékk hann leiðsögn um staðinn, og borðaði síðan með fólkinu á staðnum í hádeginu. Eftir hádegismat voru vinnustofurnar skoðaðar en þar er metnaðarfull starfsemi og …
Gámastöðin í Borgarnesi – Páskaopnun
Gámastöðin við Sólbakka í Borgarnesi verður opin sem hér segir: Mánudagur – miðvikudagur, 26.-28. mars, opið 14:00-18:00 Skírdagur og föstudagurinn langi, 29.- 30. mars – Lokað Laugardagur 31. mars, opið 10:00-14:00 Páskadagur og annar í páskum, 1. -2. apríl – Lokað
Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum – Páskaopnun 2018
Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum – Páskaopnun 2018 Virkir dagar opið kl. 8:00 – 16:00 Pálmasunnudagur opið 13:00 – 18:00 Annar í páskum opið 13:00 – 18:00
Fræðslufundur um plast og sóun
Síðasti fræðslufundurinn um Plast og sóun verður haldinn í Hjálmakletti miðvikudagskvöldið 21. mars og hefst kl. 20. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS – Environice ehf. fjallar um plast og sóun, einkum fatasóun. Allir velkomnir, léttar veitingar í boði. Aðgangur ókeypis.
Vel heppnaður hamingjudagur
Edda Björgvinsdóttir leikkona hélt fyrirlestur um gleði og hamingju í Hjálmakletti fyrir íbúa Borgarbyggðar á sjálfan hamingjudaginn 20. mars sl. Heppnaðist fyrirlesturinn afar vel og mættu yfir 100 manns. Markmiðið með þessum fyrirlestri er að auka hamingju einstaklinga og gera gott bæjarfélag enn betra, styrkja tengsl og stuðla að góðri líðan íbúa Borgarbyggðar. Hér má nálgast glærur Eddu. Borgarbyggð (ath: stórt …
Sundlaugin í Borgarnesi – Páskaopnun
Sundlaugin í Borgarnesi – Páskaopnun 2018 Mánudagur – miðvikudagur 26. – 28. mars 6:00 – 22:00 Skírdagur 29. mars 9:00 – 18:00 Föstudagurinn langi 30. mars Lokað Laugardagur 31. mars 9:00 – 18:00 Páskadagur 1. …