Úthlutun úr afreksmannasjóði UMSB

mars 27, 2018
Featured image for “Úthlutun úr afreksmannasjóði UMSB”

Á sambandsþingi UMSB voru sjö aðilar sem fengu úthlutað úr afreksmannasjóði UMSB. Tilgangur sjóðsins er að styrkja  afreksfólk, einstaklinga eða hópa innan UMSB sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni. Þeir Arnar Smári Bjarnason, Sigurður Aron Þorsteinsson og Marinó Pálmason náðu ekki að koma þar sem þeir voru að keppa í körfuknattleik á sama tíma og þingið var. Aðrir sem hlutu styrk voru Bjarni Guðmann Jónsson körfuknattleik, Bjarki Pétursson golf, Daði Freyr Guðjónsson dans og Máni Hilmarsson fyrir hestaíþróttir. Við óskum þessu góða íþróttafólki til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim á nýju ári. (af heimasíðu UMSB)


Share: