Starfsfólk og leiðbeinendur Öldunnar lögðu land undir fót þriðjudaginn 13. Mars sl. Haldið var í heimsókn í Sólheima í Grímsnesi og á vinnustofuna Viss á Selfossi. Tekið var vel á móti hópnum í Sólheimum og fékk hann leiðsögn um staðinn, og borðaði síðan með fólkinu á staðnum í hádeginu. Eftir hádegismat voru vinnustofurnar skoðaðar en þar er metnaðarfull starfsemi og fróðlegt að sjá hvað aðrar hæfingarstöðvar eru að gera. Næst var haldið á Selfoss vinnustofan Viss heimsótt, drukkið kaffi og spjallað. Vinnustofurnar þar eru afar áhugaverðar og flott verkefni sem unnin eru þar. Það höfðu allir gagn og gaman að þessari ferð og verður fljótlega lagt upp í aðra ferð með haustinu.