Útstrikanir og breytingar á röð á framboðslistum í Borgarbyggð

Skv. lögum um kosningar til sveitarstjórna geta kjósendur breytt nafnaröð á þeim lista sem þeir kjósa eða strikað yfir nafn frambjóðanda ef kjósandinn vill hafna þeim frambjóðanda. Við sveitarstjórnarkosningarnar í Borgarbyggð 26. maí s.l. nýttu nokkrir kjósendur þennan rétt sinn og strikuðu yfir nöfn ákveðinna frambjóðenda eða breyttu röð þeirra. Á B-lista var strikað yfir 18 nöfn og röð frambjóðenda …

Ærslabelgur

Þann 17.maí samþykkti Byggðaráð Borgarbyggðar að fjárfest yrði í svokölluðum ærslabelg og honum komið fyrir við Arnarklett.  Leiktæki sem þetta þurfa svæði sem uppfylla ákveðnar forsendur eins og stærð svæðis, undirlag og aðgengi að rafmagni.  Í ljós kom að rafmagn við Arnarklett („Wembley“) er ekki aðgengilegt að mati RARIK og því var brugðið á það ráð að finna belgnum nýjan …

Skólaslit í Grunnskólanum í Borgarnesi

Skólaslit eru tvískipt. Annars vegar eru skólaslit 1. – 9. bekkja og hins vegar 10. bekkjar. – 9. bekkur Nemendur mæta við skólann kl. 10.00 þriðjudaginn 5. júní. Þaðan verður gengið í fylkingu niður í Skallagrímsgarð. Í fararbroddi verða nemendur úr 9. bekk og munu þeir slá trumbur. Þá fara nemendur í leiki sem þeir hafa valið sér – þeir …

Íþróttamót á Hnoðrabóli

Hreyfivika UMFÍ er í fullum gangi og af því tilefni var haldið íþróttamót á Hnoðrabóli í morgun, fimmtudaginn 31. maí. Börnin spreyttu sig á nokkrum íþróttagreinum og þrautabraut.  Þau tóku öll þátt á sínum forsendum þar sem leikgleðin réði ríkjum og fengu þau viðurkenningu fyrir þátttöku. Slík mót hafa verið haldin á Hnoðrabóli frá því að hreyfivikna hófst fyrir nokkrum …

Betri bekkjarbragur – verkefni í grunnskólum Borgarbyggðar

Styrkur hefur fengist frá Endurmenntunarsjóði grunnskóla til að standa að verkefni um betri bekkjarbrag í grunnskólum Borgarbyggðar veturinn 2018-2019. Verkefnið felst í fræðslu, umræðum og mótun betri bekkjarbrags í öllum bekkjum grunnskóla Borgarbyggðar. Það verður gert með því að nýta starfsdaga, foreldrafundi og kennarafundi í umræður og fræðslu um hvað stuðlar að góðum bekkjarbrag og þar með góðum og jákvæðum …

Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð 26.05.2018

Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð 26.05.2018 Á kjörskrá voru 2.635 Atkvæði greiddu 1.916 sem gerir 72,7% kjörsókn Atkvæði féllu þannig. B-listi Framsóknarflokks   642 atkvæði (33,51%) og 4 menn kjörna D-listi Sjálfstæðisflokks     473 atkvæði (24,69%) og 2 menn kjörna S-listi Samfylkingarinnar og óháðra   249 atkvæði (13,00%) og 1 mann kjörinn V-listi Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð   411 atkvæði (21,45%) og 2 menn kjörna …

Hvatning v. kosninga

Hafðu áhrif nærsamfélagið þitt og taktu þátt í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí nk. Að hafa rétt til þess að kjósa er ekki sjálfsagt – virðum kosningaréttinn. Mundu að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí nk. English Have an effect on your local community by voting in the municipal elections on 26 May. We are fortunate to be able to vote – let’s …

Deiliskipulag í Einkunnum

Skipulagsstofnun hefur heimilað sveitarstjórn Borgarbyggðar að auglýsa deiliskipulag fólkvangsins Einkunna í Stjórnartíðindum. Áætlað er að auglýsingin verði birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 7. júní og þar með öðlast skipulagið lagalegt gildi. Auglýsing um friðlýsingu Einkunna var staðfest af ráðherra 20. júní 2017, skv. auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Með þessu er rekinn endahnútur á skipulagsferlið sem hefur verið verið  í gangi um …

Öryggisstefna Borgarbyggðar

Á fundi sveitarstjórnar 14. apríl s.l. var samþykkt öryggisstefna fyrir Borgarbyggð. Tekur hún til allra gagna sem vistaðar eru í upplýsingakerfum sveitarfélagsins sem og prentaðra gagna. Framundan er upptaka evrópskrar persónuverndarlöggjafar sem gengur í gildi í Evrópu í dag en hefur ekki enn hlotið lagagildi hér. Er öryggisstefnan því hluti af undirbúningi þess að þessar reglur verði lögfestar hér á …