Skipulagsstofnun hefur heimilað sveitarstjórn Borgarbyggðar að auglýsa deiliskipulag fólkvangsins Einkunna í Stjórnartíðindum. Áætlað er að auglýsingin verði birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 7. júní og þar með öðlast skipulagið lagalegt gildi. Auglýsing um friðlýsingu Einkunna var staðfest af ráðherra 20. júní 2017, skv. auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Með þessu er rekinn endahnútur á skipulagsferlið sem hefur verið verið í gangi um nokkuð langt skeið.