Hreyfivika UMFÍ er í fullum gangi og af því tilefni var haldið íþróttamót á Hnoðrabóli í morgun, fimmtudaginn 31. maí. Börnin spreyttu sig á nokkrum íþróttagreinum og þrautabraut. Þau tóku öll þátt á sínum forsendum þar sem leikgleðin réði ríkjum og fengu þau viðurkenningu fyrir þátttöku. Slík mót hafa verið haldin á Hnoðrabóli frá því að hreyfivikna hófst fyrir nokkrum árum síðan en Hnoðraból er heilsueflandi leikskóli.