Skipulagsauglýsing 2019-01-25

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 178. fundi sínum þann 13. desember 2019 og á 179. fundi sínum þann 10. janúar 2019, samþykkt að auglýsa eftirfarandi tillögur: Fossatún – Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Verslunar- og þjónustusvæði stækkar til norðausturs. Forsendur fyrir breytingu er aukin eftirspurn gistingar og fjölbreytni í gistimöguleikum í Fossatúni. Svefnhýsi / skálar verða staðsett á því …

Álagning fasteignagjalda 2019

Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2019.  Álagningarseðlar verða  sendir til fasteignaeigenda sem eru 71 árs og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar eru aðgengilegir á „mínar síður / pósthólf“ á netsíðunni www.Island.is.  Einnig geta þeir sem þess óska haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla í pappírsformi. …

Kortasjá Loftmynda / teikningavefur Borgarbyggðar

Teikningar af flestum mannvirkjum í Borgarbyggð eru aðgengilegar á Kortasjá Loftmynda. Allar stimplaðar teikningar eru skannaðar inn á vefinn. Auk þess má nálgast skipulagsuppdrætti, upplýsingar um jarðamörk og fleira á Kortasjánni. Loftmyndir á Kortasjánni eru uppfærðar reglulega. Ráðlegt er að hafa samband við starfsfólk á umhverfis- og skipulagssviði til að kanna gildi þeirra gagna sem eru á netinu, leiki á …

Snjómokstur

Nú er fyrsti snjórinn sem eitthvað kveður að kominn. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 8.11.2018 reglur um snjómokstur og er þær að finna á þessari síðu.  Þar er ennfremur að finna snjómoksturskort fyrir alla þéttbýlisstaði í Borgarbyggð.

Hreyfing í boði fyrir almenning í Borgarbyggð

Fjölbreytt hreyfing er í boði fyrir almenning í Borgarbyggð en rannsóknir staðfesta að regluleg hreyfing gegnir lykilhlutverki fyrir heilsu og vellíðan alla ævi. Hreyfing minnkar líkurnar á flestum langvinnum sjúkdómum og eykur líkamshreysti, vellíðan og lífsgæði almennt. Auk beinna áhrifa á heilsu og líðan geta lifnaðarhættir, sem fela í sér daglega hreyfingu, skapað tækifæri til að mynda og styrkja félagsleg …

Söngvar úr Oliver og Fiðlaranum á þakinu

Nú er starf vorannar í Tónlistarskóla Borgarfjarðar komið í fullan gang. Starfið verður hefðbundið og að venju eitt og annað skemmtilegt á dagskránni. Söngleikjadeildin ætlar að æfa upp söngva úr söngleikjunum Oliver og Fiðlaranum á þakinu og munu þátttakendur vera bæði börn og fullorðnir.  Tónlistin í þessum söngleikjum er sérlega skemmtileg og höfðar til flestra. Hægt er að bæta við …

Skipulagsauglýsingar – 2019-01-18

Skipulagsauglýsing hjá Borgarbyggð Bjargsland II í Borgarnesi – Breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 178. fundi sínum þann 13. desember 2018, samþykkt eftirfarandi tillögu. Tillagan var auglýst frá 19. september til 31. október 2018. Engar athugasemdir bárust sveitarfélaginu frá íbúum á athugasemdatímabili, tekið var tillit til umsagna frá lögaðilum. Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Miðnes …

Föstudagurinn dimmi

Fyrir nokkru tóku tveir frumkvöðlar í Borgarnesi sig til og efndu til uppákomu sem nefndist Föstudagurinn dimmi. Þetta voru þær Eva Hlín Alfreðsdóttir og Heiður Hörn Hjartardóttir. Á þessum degi hvetja þær til umhugsunar og upplifunar í ljósleysi skammdegisins, þar sem hugsað er til eldri tíma þegar fólk bjó ekki við rafmagn. Safnahús tekur þátt í Dimma föstudeginum í dag …

Fjölbreytt verkefni á skipulagsdegi skóla

Í skólum Borgarbyggðar  voru unnin fjölbreytt verkefni á skipulagdegi þann 16. janúar sl. Ebba Guðný Guðmundsdóttir hélt námskeið fyrir matráða leikskóla og grunnskóla og aðstoðarmenn þeirra og  fjallaði um ofnæmi og óþol hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri. Eldaðir voru m.a. grænmetisréttir og rætt um næringarinnihald matar. Persónuverndarfulltrúi Borgarbyggðar fræddi starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðar um vinnslu persónuupplýsinga og geymslu í ljósi …

Fallegt í Borgarnesi

„Ef ég hefði átt að lýsa Borgarnesi í byrjun 20. aldarinnar, hefði ég sagt, að það væri versti staður á Íslandi. Þar væri ljótt, sandur og berir klettar, alltaf vont veður, stormur og rigning, og þar lægju skólapiltar og kaupafólk í einni bendu uppi á einhverju stóru pakkhúslofti. En eftir að frú Helga fór að skjóta skjólshúsi yfir mig, uppgötvaði …