Góð þátttaka var á Skóladegi Borgarbyggðar sem haldinn var laugardaginn 30. mars sl. í Menntaskóla Borgarfjarðar og Hjálmakletti. Þar kynntu skólar á öllum skólastigum í Borgarbyggð starfsemi sína og gátu gestir kynnt sér fjölbreytt og gróskumikið skólastarfi allra skólastiga í sveitarfélaginu. Þetta er í fyrsta skipti sem skólarnir kynna sig allir með þessum hætti. Boðið var upp á bíósýningar, Lubbastundir …
Vel sóttur íbúafundur
Síðasta fimmtudagskvöld, þann 28. mars, var haldinn íbúafundur í Hjálmakletti um framtíð Brákareyjar. Yfir fimmtíu manns mættu og líflegar umræður sköpuðust. Fulltrúar frá Teiknistofunni Landslagi, starfsfólk á umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar og íbúar unnu saman í hópum og ræddu um framtíðarmöguleika Brákareyjar. Margar og fjölbreyttar tillögur komu fram, en þátttakendur voru flestir sammála um að fyrsta skrefið væri að ráðast …
Lokun skrifstofu í dag, 2.4.2019
Vegna námskeiðs lokar skrifstofa Borgarbyggðar kl. 14:30 í dag. Er vonast til að þessi breyting valdi sem minnstum erfiðleikum.
Opnunartími sundlauga um páskana
Sundlaugar í Borgarbyggð – opnunartími um páska 2019 Sundlaugin í Borgarnesi 18. apríl skírdagur 0pið frá kl. 9-18 19. apríl föstudagurinn langi LOKAÐ 20.apríl laugardagur opið frá kl. 9-18 21. apríl páskadagur LOKAÐ 22. apríl annar í páskum opið frá kl 9-18 25. apríl sumardaginn fyrsta opið frá 9-18 1. maí Verkalýðsdagurinn LOKAÐ Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum 18. apríl skírdagur LOKAÐ …
Menningarsjóður Borgarbyggðar 2019-03-29
Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok þarf að afhenda sjóðsstjórn stutta skýrslu um nýtingu …
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Vesturlandi
Hinrik Úlfarsson og Jóhannes Þór Hjörleifsson í Grunnskólanum í Borgarnesi höfnuðu í 1. og 2. sæti Stóru upplestrarkeppninnar á Vesturlandi. Hátíðin fór fram í Búðardal og þar leiddu saman hesta sína nemendur úr Grunnskólum á Vesturlandi. Auk Hinriks og Jóhannesar tók Valborg Elva Bragadóttir þátt í keppninni af hálfu GB. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember …
Skóladagurinn 30. mars.
Skóladagur Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, Menntaskóla Borgarfjarðar laugardaginn 30. mars nk. milli kl.13:00-15:00. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að koma við og kynna sér starf skóla í Borgarbyggð.
Íbúafundur um framtíð Brákareyjar
Boðað er til íbúafundar fimmtudaginn 28. mars kl. 19:30 í Hjálmakletti í Borgarnesi. Á íbúafundi verður kynnt tillaga að rammaskipulagi á vinnslustigi. Dagskrá: 19:30 – Setning 19:35 – Fyrirhuguð skipulagsverkefni í Borgarnesi – kynning 19:50 – Rammaskipulag fyrir Brákarey, fulltrúar frá teiknistofunni Landslag 20:10 – …
Matreiðslumaður-matráður við Grunnskólann í Borgarnesi
Laust er til umsóknar starf matreiðslumanns/matráðs við Grunnskólann í Borgarnesi. Um er að ræða 100% starf frá 1. maí 2019. Í starfinu felst umsjón með mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk skólans sem tekur til starfa í nýju húsnæði haustið 2019. Einkunnarorð skólans eru sjálfstæði, ábyrgð, virðing og samhugur. Skólaumhverfið á að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan …
Aldan Borgarnesi Starf leiðbeinanda
Laust er til umsóknar 50% starf leiðbeinanda í Öldunni í Borgarnesi. Vinnutími er frá kl. 13-17. Leitað er að metnaðarfullum, hressum og jákvæðum starfsmanni með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra. Helstu verkefni og ábyrgð: Virkja starfsmenn til þátttöku á vinnustað Aðstoða starfsmenn við daglegar athafnir Leiðbeina starfsfólki við móttöku og afgreiðslu Sjá um þrif á vélum og húsnæði í samstarfi …