Lausar lóðir í Borgarbyggð

1. Hvanneyri, 10 lóðir, einbýlis- og parhúsalóðir. Fjögur parhús við Rjúpuflöt 1-3, 3-5, 2-4, 4-6 og eitt einbýlishús við Rjúpuflöt 8. Einbýlishúsalóðir við Arnarflöt nr. 3 og 6.  Einbýlishúsalóðir við Lóuflöt nr.2 og 4, parhúsalóð nr. 1.  2. Bæjarsveit – hægt er að úthluta þremur einbýlishúsalóðum. 3. Borgarnes, parhúslóð við Fjóluklett 9-11.  Sjö einbýlishúsalóðir við Fjóluklett númer 1,4,10,12,13,15, 22.   4. Varmaland, …

Gestastofa opin og verndaráætlun komin á vefinn

Ný gestastofa var opnuð í Halldórsfjósi á Hvanneyri þann 24. apríl. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra opnaði sýninguna formlega og undirritaði um leið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir búsvæði fugla í Andakíl, sem áður hefur verið fjallað um á vef Borgarbyggðar. Um er að ræða fyrsta áfanga gestastofu fyrir friðland fugla á svæðinu. Hópur fólks hefur komið að verkefninu en Brynja Davíðsdóttir …

Slökkviliðsæfing á Bifröst

Föstudaginn 17. maí s.l. hélt slökkvilið Borgarbyggðar æfingu að Bifröst. Var hún framhald á æfingu sem haldinn var mánuði áður en þá var farið yfir viðbrögð fólks ef eldur yrði laus og húsnæði fylltist af reyk. Á þesari æfingu var svo komið að því að rýma húsnæðið af svölum og fara niður stiga slökkviliðs. Á myndinni má sjá rektor Háskólans …

Flokkunarstöð við Landnámssetur.

Á dögunum var komið fyrir flokkunarstöð fyrir úrgang við Landnámssetrið í Borgarnesi. Svæðið er mjög vinsælt meðal heimamanna og gesta og með þessari aðstöðu er komið til móts við þarfir þeirra sem ferðast um svæðið.   Flokkunarstöðin kemur í stað stauratunna og annarra tunna á svæðinu sem oft á tíðum hafa yfirfyllst á skömmum tíma.

Sumarfjör 2019

Starfsstöðvar: Borgarnes og Hvanneyri – Ferðir frá Baulu og Kleppjárnsreykjum Til foreldra/forráðamanna barna í 1.- 4. bekk grunnskóla í Borgarbyggð. Skráning fyrir Sumarfjör 2019 er hafin á íbúagáttinni á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is og lýkur henni 27.maí 2019. Hver vika í Sumarfjörinu er þematengd, í grunninn eru leikjanámskeið með útiveru, frjálsum leik, gönguferðum og hópleikjum. Gestakennarar munu sjá um ákveðna þætti. …

Framkvæmdastyrkir til Íþrótta- og tómstundafélaga í Borgarbyggð

Borgarbyggð auglýsir til umsóknar framkvæmdastyrki. Styrkjunum er ætlað styðja við einstakar framkvæmdir hjá íþrótta- og tómstundafélögum innan Borgarbyggðar til uppbyggingar eða viðhalds á fasteignum eða athafnasvæði félagsins sem Borgarbyggð kemur ekki að rekstri að öðru leyti og er í eigu félaga eða félagasamtaka innan Borgarbyggðar. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að um íþrótta-, ungmenna- eða tómstundafélag innan Borgarbyggðar sé að ræða. …

HVAR – HVER – HVERJAR

Laugardaginn 18.maí kl. 13.00 verður opnuð sýning í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar sem ber yfirskriftina Hvar – Hver – Hverjar. Vísar það í þær meginstoðir sem hafðar voru í  huga við val á verkum á sýninguna: tímann, bakhjarl safnsins, og mikilvægt framlag kvenna.   Hver staður hefur sín sérkenni sem myndar staðaranda og aðgreinir einn stað …

184. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar (aukafundur)

184. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 16. maí 2019 og hefst kl. 17:00 Dagskrá: Almenn mál 1904019 – Útboð ljósleiðara í Andakíl Framlagt minnisblað um niðurstöðu útboðs v. ljósleiðara í Andakíl 1904026 – Leikskólinn Hnoðraból – útboð Framlögð tilboð í viðbyggingu við skólahúsið á Kleppjárnsreykjum 1904098 – Borgarbraut 55 – samningur …

Börnin mæta miðöldum í Reykholti

Síðastliðinn miðvikudag 8. maí mættu 170 nemendur úr grunnskólum nágrennis Borgarbyggðar á barnamenningahátíð í Reykholti. Þetta voru miðstigsnemendur í Reykhólaskóla, Auðarskóla, Laugargerðisskóla, Grunnskóla Borgarness og Grunnskóla Borgarfjarðar ásamt kennurum sínum og leiðbeinendum. Frumkvæði og stuðningur við hátíðina kemur úr menningarhluta Uppbyggingarsjóðs Vesturlands.   Eftir sambærilega hátíð árið 2016 var ákveðið að bjóða miðstigsnemendum af Vesturlandi til hátíðar á …