Tilkynning vegna gatnaframkvæmda Vegna malbikunarframkvæmda við Sæunnargötu verður götulokun mánudaginn 14. júlí. Við biðjum vegfarendur velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Vinsamlegast sýnið aðgæslu á svæðinu meðan á framkvæmdum stendur.
Frestun á söfnun rúlluplasts.
Frestun á söfnun rúlluplasts Söfnun rúlluplasts, sem samkvæmt sorphirðudagatali átti að fara fram í júlí, verður ekki framkvæmd að þessu sinni. Á fundi Umhverfis- og landbúnaðarnefndar þann 3. júní var tekin ákvörðun um að fresta söfnuninni. Jafnframt var starfsmanni sveitarfélagsins falið að kanna möguleika á hagkvæmari lausn fyrir framkvæmd hennar. Nefndin mun taka ákvörðun um framhald málsins á næsta fundi …
Reykholtshátíð 25.-27. Júlí nk.
Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Reykholti í Borgarfirði síðustu helgina í júlí. Reykholtshátíð er eftirsóknarverður vettvangur fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur auk þess að vera mikilvægur hlekkur í menningarstarfsemi á Vesturlandi. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru þau Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Þau hafa bæði starfað um árabil við hljóðfæraleik og komið fram með fjölmörgum …
Fasteignagjöld – Tvöfaldar kröfur í banka
Fasteignagjöld – Tvöfaldar kröfur í banka Starfsmenn eru enn að ná utan um bilun í kerfum okkar en vonandi verður þetta komið í rétt horf fljótlega. Fasteignaeigendur sem hafa greitt kröfu vegna fasteignagjalda tvisvar og vilja fá endurgreitt eru vinsamlega beðin um að senda tölvupóst á borgarbyggd@borgarbyggd.is eða hringja í síma 433-7100. Gefa þarf upp nafn, kennitölu og reikningsnúmer sem óskað …
Tilkynning frá Rarik
Rafmagnsbilun er í gangi á Mýrarlínu, búið er að finna staura sem hafa brotnað og lína slitnað. Vegna mögulegra eldinga er vinna bönnuð til kl. 15. Verið er að skipta út vinnuflokk sem búinn er að vinna í alla nótt. Vinna hefst um kl. 15 og vonast er að rafmagn komi á klukkan 20:00. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma …
Fasteignagjöld.
Fasteignagjöld Vakin er athygli á því að verið er að taka í notkun nýtt bókhaldkerfi. Komið hefur upp kerfisvilla sem veldur því að reikningar vegna fasteignagjalda hafa borist sumum tvisvar sinnum. Unnið er að lausn. Mun annar reikningurinn detta út hjá fasteignaeigendum þegar búið er að laga villuna. Ef greitt hefur verið tvisvar sinnum mun það verða leiðrétt. Beðist er …
Samfélagsbrú Borgarbyggðar
Samfélagsbrú Borgarbyggðar Akstursleið: Bifröst-Borgarnes/Borgarnes-Bifröst. Samfélagsbrú er tilraunaverkefni til 6 mánaða um akstur á milli Bifrastar og Borgarnes. Tímatafla rútu er efftirfarandi: Mánudagar: Frá Bifröst kl.08:55 og frá Borgarnesi kl.12:00 Þriðjudagar;Frá Bifröst kl.12:30 og frá Borgarnesi kl.17:00 Miðvikudagar: Frá Bifröst kl.08:55 og frá Borgarnesi kl.12:00 fimmtudagar: Frá Bifröst kl.12:30 og frá Borgarnesi kl.17:00 Föstudagar: Frá Bifröst kl.14:00 og frá Borgarrnesi kl. …
Brjóstaskimun í Borgarnesi 17.-21. og 26.-28. febrúar.
Brjóstamiðstöð Landspítalans er með brjóstaskimun í samstarfi við Heilsugæsluna í Borgarnesi dagana 17. – 28. febrúar / 17 – 28 Luty Brjóstamiðstöð Landspítala verður í samstarfi við Heilsugæsluna á ferð um landið vorið 2025 með brjóstaskimun. Lögð er rík áhersla á að konur nýti sér þessa þjónustu, sjá leiðbeiningar um bókun hér að neðan. Með brjóstaskimun er hægt að greina brjóstakrabbamein á …
Sundlaugin í Borgarnesi lokuð.
Sundlaugin í Borgarnesi verður lokuð um óákveðinn tíma vegna vatnsskorts.
Rafmagnsbilun á Mýralínu.
Rafmagnsbilun er í gangi Mýrarlínu frá Ferjubakka að Hítardal , verið er að leita að bilun. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit hafðu þá vinsamlega samband við Stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á www.rarik.is/rof
- Page 1 of 2
- 1
- 2