Jólin bíða þín í Borgarbyggð

Borgarbyggð vill skapa notalega jólastemmningu í sveitarfélaginu í aðdraganda jóla, þar sem jólaljósin, ljúfir tónar, fjölbreytt vöru- og þjónustuúrval, heitt kakó og blómstrandi menning koma til með að ráða ríkjum.

Lokað fyrir umferð inn á Þorsteinsgötu

Lokað er fyrir umferð vegna framkvæmda inn á Þorsteinsgötu, á gatnamótum við Borgarbraut.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Höldum hrekkjavöku heima í ár

Laugardaginn 31. október er hrekkjavaka sem sífellt hefur notið meiri vinsælda hér á landi og víða hefur skapast sú hefð að börn gangi í hús með „grikk eða gott“.