Borgarafundur um endurskoðun stjórnarskrárinnar

Boðað er til opins borgarafundar um endurskoðun stjórnarskrárinnar í Háskólanum á Bifröst í dag kl. 13.00. Til fundarins er boðað af Stjórnlaganefnd og Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Nefndarmenn greina frá áformum um endurskoðun stjórnarskrárinnar, frá þjóðfundi til þjóðarinnar. Fundurinn hefur það að markmiði að sjónarmið íbúa um inntak stjórnarskrárinnar og hvernig samfélag þeir vilja byggja fái hljómgrunn. Allir eru hvattir …

Stjörnuskin á hausttónleikum Tónlistarfélags Borgarfjarðar

Guðrún Ingimarsdóttir, sópran, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó og Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla koma fram á hausttónleikum Tónlistarfélags Borgarfjarðar í Borgarneskirkju föstudaginn 15. október. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Händel, Holst, Villa Lobos, Mozart, Corelli og Tchaikovsky. Listakonurnar hafa um árabil verið í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna og hafa starfað saman við ýmis tækifæri. Framundan eru tónleikar …

Góður gestur á bókasafninu

Gestir héraðsbókasafnsins eru á öllum aldri. Þetta sannaðist fyrir stuttu þegar þessi ungi gestur kom þangað með móður sinni. Litla stúlkan heitir Diljá Fannberg Þórsdóttir og á vafalaust eftir að vera dugleg að sækja safnið heim þegar hún verður eldri.   Þess má geta að heimsóknir á bókasafnið eru tæplega sex þúsund það sem af er þessu ári og er …

(Sauða)Messuboð

Fréttatilkynning: Sannlega segjum við yður að Sauðamessa 2010 verður haldin með viðhöfn á laugardaginn kemur, þann 9. október anno domini 2010. Messuhald hefst með fjárrekstri frá Dvalarheimili aldraðra klukkan 13.30 að staðartíma. Hámenntaðir rekstrarfræðingar munu stýra rekstrinum rétta leið í réttina sem er rétt hjá Skallagrímsgarði. Viljum vér messuhaldarar biðja fólk að verja heimalönd sín á leið þeirri er féð …

Leiðrétt stundaskrá félagsstarfs eldri borgara

Gefin hefur verið út ný stundaskrá hjá félagsstarfi eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni. Mistök urðu við gerð fyrri stundarskrár en þar var kórastarf sett á rangan dag. Kórinn mun æfa á þriðjudögum í vetur. Nýju stundaskrána má nálgast hér.  

Ungbarnasundið hefst 8. okt.

Farið verður aftur af stað með ungbarnasund í sérupphitaðri innilauginni í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi næsta föstudag kl. 15.00 ef þátttaka er næg. Tekið er á móti skráningu í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar. Það er Helga Svavarsdóttir íþróttakennari sem hefur tekið að sér að leiðbeina og eru foreldrar hvattir til að mæta með barnið í heita sundlaugina. Gjald er 1.000 kr. pr skipti. ij …

Fundur um nýja kosti í ylrækt

Næstkomandi laugardag 2. október, boðar Framfarafélag Borgfirðinga til kynningarfundar um ylrækt. Þórhallur Bjarnason garðyrkjubóndi á Laugalandi segir frá ylrækt í héraðinu og vannýttum möguleikum innan húss sem utan. Fundurinn fer að venju fram í Logalandi og hefst hann klukkan 14.00. Framfarafélag Borgfirðinga hvetur fólk til að mæta og taka þátt í umræðum. Á staðnum verða seldar kaffiveitingar.  

Nýr framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar

Nýr framkvæmdastjóri, Hrönn Jónsdóttir, hefur verið ráðinn til starfa hjá Ungmennasambandi Borgarfjarðar. Kristján Guðmundsson sem verið hefur framkvæmdastjóri undanfarið hætti störfum nú í haust og settist á skólabekk. Hrönn hefur þegar hafið störf. Formlegur opnunartími skrifstofu sambandsins er mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.00-15.00. Þess utan er starfsmaður alla jafna mikið á skrifstofunni og sjálfsagt mál að kíkja í …

Endurvinnslutunnurnar væntanlegar

Eins og kunnugt er var sorphirða í Borgarbyggð nýlega boðin út og í kjölfar þess var ákveðið að semja við Íslenska gámafélagið ehf. um sorphirðu í sveitarfélaginu. Í nýjum samningi er það almenn regla að tvær tunnur verði við hvert heimili í þéttbýli. Annars vegar tunna fyrir óflokkað sorp og hins vegar tunna fyrir sorp sem má endurvinna. Óflokkað sorp …

Guitar Islancio og Egill Ólafsson í Logalandi

Tríóið Guitar Islancio mun ásamt Agli Ólafssyni söngvara halda tónleika í Logalandi fimmtudaginn 30. september næstkomandi og hefjast þeir kl. 20.00. Egill og þeir félagar í Guitar Islancio munu meðal annars leita í smiðju Sigfúsar Halldórssonar og Bítlanna. Sjá nánar hér.