Næstkomandi laugardag 2. október, boðar Framfarafélag Borgfirðinga til kynningarfundar um ylrækt. Þórhallur Bjarnason garðyrkjubóndi á Laugalandi segir frá ylrækt í héraðinu og vannýttum möguleikum innan húss sem utan. Fundurinn fer að venju fram í Logalandi og hefst hann klukkan 14.00. Framfarafélag Borgfirðinga hvetur fólk til að mæta og taka þátt í umræðum. Á staðnum verða seldar kaffiveitingar.