Nýr framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar

september 30, 2010
Nýr framkvæmdastjóri, Hrönn Jónsdóttir, hefur verið ráðinn til starfa hjá Ungmennasambandi Borgarfjarðar. Kristján Guðmundsson sem verið hefur framkvæmdastjóri undanfarið hætti störfum nú í haust og settist á skólabekk. Hrönn hefur þegar hafið störf.
Formlegur opnunartími skrifstofu sambandsins er mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.00-15.00. Þess utan er starfsmaður alla jafna mikið á skrifstofunni og sjálfsagt mál að kíkja í heimsókn.
 

Share: