Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð á eftirtöldum stöðum: – Hvanneyri mánudaginn 5. desember í slökkvistöðinni kl. 17:30 – 19:00. Edda Þórarinsdóttir annast hreinsunina. – Bifröst þriðjudaginn 6. desember í kyndistöðinni kl. 16:00 – 18:00. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina. – Borgarnesi miðvikudaginn 7. desember í slökkvistöðinni við Sólbakka. Fyrir hunda kl. 17:00 -19:00. Fyrir ketti kl. 19:15 – …
Gætum varúðar um jól og áramót
Frá Slökkviliðsstjóra: Ágætu íbúar Borgarbyggðar Í ljósi þess að senn gengur í garð sá árstími þegar mikli hætta er á eldsvoðum af völdum kertaljósa og jólaskreytinga vill undirritaður fá að fanga athygli ykkar sem línur þessar lesa á nokkrum grundvallaratriðum. Heilræði sem halda ber í heiðri: *Reykskynjarar eru sjálfsögð og ódýr líftrygging, skipta skal um reykskynjara á tíu ára fresti …
Aðventutónleikar Kóraborgar í kvöld
Kóraborg býður til aðventutónleika í Reykholtskirkju í kvöld fimmtudaginn 1. desember kl. 20.30. Þetta er í þriðja sinn sem þessir tónleikar eru haldnir á vegum samtakanna. Kynnir á tónleikunum verður Guðrún Jónsdóttir Eftirtaldir kórar koma fram: Kór Menntaskóla Borgarfjarðar, Kór Saurbæjarprestakalls, Kór Borgarnesskirkju, Samkór Mýramanna, Freyjukórinn, Gleðigjafar(kór eldri borgara), Kór Stafholtskirkju Karlakórinn Söngbræður og Reykholtskórinn. Aðgangur er ókeypis og öllum …
25 ára starfsafmæli
Anna Ólafsdóttir aðalbókari Borgarbyggðar á 25 ára starfsafmæli í dag. Hún hóf störf 01. desember 1986 hjá Borgarneshreppi, eins og það sveitarfélag hét sem hún hóf störf hjá, en þar áður vann hún í 11 ár hjá Rafveitu Borgarness. Önnu eru þökkuð góð og heilladrjúg störf í þágu sveitarfélagsins.
Allir í jólaskapi á Kveldúlfsvelli
Fjölmenni var á Kveldúlfsvelli í Borgarnesi þegar ljós voru tendruð á jólatré Borgarbyggðar síðastliðinn sunnudag. Björn Bjarki Þorsteinsson formaður byggðarráðs flutti ávarp. Stekkjastaur og Gáttaþefur gátu stolist til byggða til að spjalla við krakkana. Stúfur mun hafa ætlað með enda mjög spenntur að hitta krakka í jólaskapi en Grýla gamla rak aumingja Stúf aftur heim í hellinn. Drekaskátar sungu jólalögin …
Jólatónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Jólatónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar verða sem hér segir: Föstudaginn 2. desember kl. 13:30 munu nemendur syngja og leika í félagsstarfi eldri borgara Borgarbraut 65a Fimmtudaginn 8. desember kl. 18:00 verða tónleikar í Tónlistarskólanum Borgarnesi, blásarar, píanóleikur og gítarspil Laugardaginn 10. desember kl. 14:00 munu nemendur spila í Logalandi, á Jólamarkaði Mánudaginn 12. desember kl. 17:00 verða tónleikar í Tónlistarskólanum Borgarnesi, fiðlur …
Jólaskreytingar í Borgarnesi
Nýverið tilkynnti Borgarbyggð að dregið yrði úr jólaskreytingum í Borgarnesi og ekki væri fyrirhugað að setja jólaskreytingar á staura líkt gert hefur verið undanfarin ár. Eigendur verslana og fyrirtækja í Borgarnesi höfðu í kjölfarið samband við sveitarfélagið og óskuðu eftir samstarfi um jólaskreytingar og að þeir væru tilbúinir til að koma með veglegum hætti að skreytingum í bænum í ár. …
Kveikt á jólatré Borgarbyggðar
Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli sunnudaginn 27. nóvember kl. 17,00. Dagskrá: Ávarp Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðarráðs Jólatónlist Jólasveinar koma af fjöllum og gleðja börnin Heitt kakó verður á staðnum Komið og njótið andrúmslofts aðventunnar
Útgáfuhátíð í Hjálmakletti
Borgarnes 1911Í tilefni af útgáfu bókarinnar „Víst þeir sóttu sjóinn“ verður blásið til útgáfuhátíðar í Hjálmakletti föstudaginn 25. nóvember. Bókin, sem er útgerðarsaga Borgfirðinga, er skráð af Ara Sigvaldasyni. Allir eru velkomnir á útgáfuhátíðina sem hefs kl. 17.00. Sjá auglýsingu hér. Myndin er tekin af ljósmyndavef Safnahúss
Héraðsmót fellur niður
Tilkynning frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar: Héraðsmóti UMSB í frjálsum íþróttum innanhúss, sem halda átti laugardaginn 26. nóvember, er því miður aflýst af óviðráðanlegum orsökum.