Hafin er vinna við hreinsun rotþróa í Borgarbyggð fyrir sumarið 2012 en Holræsa- og stífluþjónustu Suðurlands sér um losun rotþróa í sveitarfélaginu. Samningur sveitarfélagsins við verktakann miðar við að hver rotþró sé tæmd einu sinni á þriggja ára fresti. Til þess að hreinsun geti gengið auðveldlega fyrir sig þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi að lóðum sínum og sjá til …
Vantar þig vinnu næsta vetur?
Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir starfsfólki í eftirtalin störf næsta skólaár: Í Hvanneyrardeild skólans vantar matráð, starfsmann í skólasel í 40 % starfshlutfall og stuðningsfulltrúa í 50% starfshlutfall. Í Varmalandsdeild vantar skólaliða í rúmlega 80% stöðuhlutfall og í Kleppjárnsreykjadeild vantar skólaliða í 100% Grunnskóli Borgarfjarðar er heilsueflandi skóli og mikilvægt að matráður hafi þekkingu og áhuga á að …
Forsetakosningar í Borgarbyggð
Við forsetakosningar laugardaginn 30. júní 2012 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (menntaskólanum) í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9,oo og lýkur kl. 22,oo Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi. Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 20,oo Lyngbrekkukjördeild í félagsheimilinu Lyngbrekku …
Vel heppnuð Brákarhátíð
Það var líf og fjör á Brákarhátíð sem fram fór í fjóða sinn um síðustu helgi. Dagskráin var fjölbreytt og hófst með skartgripagerð að víkingasið í Landnámssetrinu, Fornbílaklúbbur Borgarness opnaði formlega í Brákarey, gengin var skrúðganga, fjölskylduskemmtun og markaður í Skallagrímsgarði, götugrill og dansleikur í Hjálmakletti svo fátt eitt sé talið. Veðurguðirnir léku við gesti og íbúa sem höfðu skreytt …
Tímabundin lokun Vatnsveitu Álftaneshrepps
Vegna vinnu við tengingar við Vatnsveitu Álftaneshrepps verður lokað tímabundið fyrir vatn í stofnlögn veitunnar í landi Urriðaár. Lokunin verður miðvikudaginn 27. júní á milli kl. 13,00 og 16,00. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi lokun kann að hafa í för með sér fyrir notendur veitunnar. Jökull Helgason Forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
Andabær auglýsir eftir matráði
Laust er til umsóknar starf matráðs í leikskólanum Andabæ. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 9. ágúst næstkomandi. Vinnutími er frá kl. 8.00-16.00. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið. Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri Valdís Magnúsdóttir, í síma 4370120 eða á netfangið andabaer@borgarbyggð.is Umsóknarfrestur er til 4. júlí.
Kjörskrá vegna forsetakosninga 2012
Kjörskrá í Borgarbyggð vegna forsetakosninganna sem fram eiga að fara 30. júní n.k. liggur frammi í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi til kjördags. Ef einhverjar athugasemdir eru við kjörskrána ber að snúa sér með þær til skrifstofustjóra Borgarbyggðar. Skrifstofustjóri
Grenndarstöðvar í Borgarbyggð
Á þeim 35 grenndarstöðvum/gámasvæðum sem Borgarbyggð rekur út um sveitir hefur umgengnin á mörgum þeirra verið mjög slæm undanfarið, sérstaklega núna síðasta hálfa mánuðinn. Íslenska gámfélagið sem þjónustar sveitarfélagið hefur vart undan að losa gámana og iðulega er búið að sturta heilu bílförmunum fyrir utan gámana þar að auki. Einnig er flokkun í gámana ábótavant. Við biðjum íbúa og …
Fjármagn til refa- og minkaveiða hjá sveitarfélögum á Íslandi 2002 til 2010
Vegna mikillar umræðu í fjölmiðlum undanfarið um að Borgarbyggð standi sig ekki í veiði á ref og mink og verði ekki til þeirra nægilegu fjármagni saman borið við önnur sveitarfélög var talin ástæða til að taka saman skýrslu um hvað sveitarfélögin á Íslandi hafa varið í veiðar á árunum 2002 – 2010. Hún segir ekki alla söguna en segir þó …
Líf og fjör í sumarvinnu
Í sumar er í Borgarnesi boðið upp á störf fyrir börn og unglinga sem ekki hafa náð vinnuskólaaldri. Þetta er tilraunastarf á vegum Borgarbyggðar og hægt er að velja um að vera á smíðavelli, í Tómstundaskólanum, fara í leikskólaheimsóknir og fleira. Eftirspurn eftir störfunum fór fram úr björtustu vonum og yfir 30 krakkar eru mættir til starfa. Meðfylgjandi myndir tók …