Fjármagn til refa- og minkaveiða hjá sveitarfélögum á Íslandi 2002 til 2010

júní 21, 2012
Vegna mikillar umræðu í fjölmiðlum undanfarið um að Borgarbyggð standi sig ekki í veiði á ref og mink og verði ekki til þeirra nægilegu fjármagni saman borið við önnur sveitarfélög var talin ástæða til að taka saman skýrslu um hvað sveitarfélögin á Íslandi hafa varið í veiðar á árunum 2002 – 2010. Hún segir ekki alla söguna en segir þó að Borgarbyggð hefur ætíð varið miklu fé í refa- og minkaveiði í hlutfalli við önnur sveitarfélög. Borgarbyggð er 6. landstærsta sveitarfélag landsins og hefur lengst af varið mestu fjármagni til veiðanna.
 
 
 

Share: