Hugað að heilsunni

mars 20, 2020
Featured image for “Hugað að heilsunni”

Nú þegar mikið er rætt um COVID-19 faraldurinn er eðlilegt að margir finni fyrir áhyggjum og jafnvel kvíða yfir ástandinu. Borgarbyggð hvetur íbúa að sjálfsögðu til þess að fræðast um veiruna og hvernig hægt sé að verja sig og sína, en á þessum tímum er ekki síður mikilvægt að huga að geðheilsunni og almennri hreyfingu.

Hreyfing

Það er hægt að hreyfa sig úti í náttúrunni án náinnar snertingar við annað fólk.

Tillaga að hreyfingu:

  • Göngutúr
  • Hlaupatúr
  • Hjólatúr
  • Heimaæfingar

Borgarbyggð vill hvetja íbúa til þess að skoða síðuna Ísland á iði í 28 daga – 30 mínútur á dag. Þar má finna fjölbreyttar áskoranir á hreyfingu, fróðleik, myndir, myndbönd og almenna skemmtun sem nýtist öllum landsmönnum á næstu fjórum vikum.

Auk þess er Ungmennasamband Borgarfjarðar að birta tillögur af æfingum sem börn gert heima við inn á síðunni sinni.

Líðan

Alþjóðlegi hamingjudagurinn er haldinn hátíðlegur 20. mars ár hvert. Dagurinn var fyrst haldinn að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna árið 2013 með það að markmiði að vekja athygli á hamingju og vellíðan sem mikilvægu markmiði fyrir einstaklinga og stjórnvöld um heim allan.

Nánari upplýsingar um alþjóðlega hamingjudaginn og góð ráð varðandi líðan má finna hér.

Þess má einnig geta að hamingjan er hér!

Allir íbúar ættu ávallt að gæta að fjölbreytni í deginum, hreyfa sig innandyra eða úti í hæfilegri fjarlægð og halda reglulegu sambandi við vini og fjölskyldu. Slíkt er hægt að gera í gegnum síma og samskiptaforrit. Í dag er mögulegt að vera í lifandi samskiptum þrátt fyrir líkamlega fjarlægð.

Með hækkandi sól og vor í lofti er gott að muna að þetta ástand muni líða hjá og það mun birta til.


Share: