Tvískipt bifreið við sorphirðu

Tvískipt bifreið við sorphirðu
Nú hefur Íslenska gámafélagið tekið í notkun tvískipta bifreið við sorphirðu í Borgarbyggð sem verður notuð við hirðingu brúnu og grænu tunnunnar héðan í frá. Bifreiðin er með tveimur aðskildum hólfum sem tryggir að úrgangurinn blandast aldrei.

Betri árangur í flokkun úrgangs

Íbúar í Borgarbyggð hafa staðið sig nokkuð vel í flokkun úrgangs á árinu. Þegar bornar eru saman tölur þjónustuaðila sveitarfélagsins um magn úrgangs úr ílátum við heimili í sveitarfélaginu fyrstu 11 mánuði ársins, kemur í ljós að magn úrgangs til urðunar í Fífholtum hefur dregist saman um rúmlega 123 tonn miðað við sama tímabil árið 2019, fór úr 521 tonni í 398 tonn.

Gleðileg jól

Sendum íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.