Lóðaúthlutun í Borgarbyggð.

Frestur til að sækja um lóðir í Bjargslandi II og Flatahverfi á Hvanneyri rann út þann 7. september. Af fjölda umsókna má álykta að þörf á nýjum byggingalóðum hafi verið orðin töluverð. Sótt var um allar þær lóðir sem auglýstar voru. Umsóknir voru bæði frá einstaklingum og frá aðilum í byggingariðnaðinum. Í þeim tilvikum sem fleiri en einn umsækjandi er …

Skönnun teikninga og miðlægur gagnagrunnur teikninga hjá Borgarbyggð

Síðar á þessu ári mun verða mögulegt að nálgast húsateikningar, burðarvirkisteikningar, lagnateikningar, skipulagsuppdrætti og fleiri gögn á heimasíðu sveitarfélagsins gegnum miðlægan gagnagrunn. Þetta mun bæta þjónustuna við íbúa sveitarfélagsins og mun einnig létta störfin á framkvæmdasviði Borgarbyggðar, en talsvert er um að óskað sé eftir afriti af teikningum, bæði af einstaklingum, verktökum, hönnuðum, fasteignasölum og fleiri aðilum. Það verður vonandi …

Breytt gjaldskrá fyrir nemendur í skólaskjóli

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt nýja gjaldskrá sem gildir fyrir skólaskjól við Grunnskólann í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri frá og með þessu skólaári. Helstu breytingar felast í því að sérstaklega verður innheimt fyrir síðdegishressingu, en fram til þessa hefur hún verið innifalin í dvalargjaldi. Dvalargjald lækkar þess í stað örlítið. Breyting gjaldskrárinnar er liður í breytingum á rekstri skjólsins …

Íþróttastarf á vegum Borgarbyggðar veturinn 2007-2008

Tómstundanefnd Borgarbyggðar hefur sent frá sér fréttabréf sem dreift hefur verið inn á öll heimili í sveitarfélaginu. Þar er sagt frá því fjölbreytta úrvali námskeiða, fyrir almenning, sem boðið er upp á í íþróttamiðstöðvunum í Borgarnesi, á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum. . Sjá fréttabréfið hér. Einnig er þar sagt frá starfi félagsmiðstöðva sveitarfélagsins.   Sjá einnig eftirfarandi heimasíður. www.skallagrimur.org www.skallgrimur.is …

Leikskólakennari óskast á leikskólann Klettaborg í Borgarnesi

Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi auglýsir eftir leikskólakennara og/eða þroskaþjálfa sem fyrst.   Um er að ræða 50 % stöðu eftir hádegi, vinnutími kl. 13-17. Leikskólinn Klettaborg er 3ja deilda leikskóli sem leggur megináherslu á samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar. Nauðsynlegt er að umsækjendur búi yfir færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, jákvæðni, sjálfstæði og skipulögðum vinnubrögðum. Nánari upplýsingar veitir …

Ný hraðahindrun í Borgarnesi

Um þessar mundir er verið að vinna að gerð nýrrar hraðahindrunar á móts við Tónlistarskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Það er HS verktak sem annast framkvæmdina. Um verður að ræða hellulagða hraðahindrun ásamt miðeyju á milli akreina. Í framhaldinu munu fleiri hraðahindranir verða settar upp í Borgarbyggð. Meðfylgjandi myndir voru teknar fimmtudaginn 6. september síðastliðinn. (Myndir: Jökull Helgason, verkefnastj. framkvæmdasviðs, 2007) …

Leitir framundan og réttardagar í Borgarbyggð

Leitað verður á Fagraskógarfjall í Kolbeinsstaðahreppi laugardaginn 8. september. Fjallkóngur Jónas Jóhannesson á Jörva. Leit á Oddsstaðaafrétti hefst þriðjudaginn 11. sept. en ,,skálaleitarmenn” fara upp degi fyrr. Fjallkóngur er Ólafur Jóhannesson á Hóli. Föstudaginn 14. sept. hefst fyrri heiðarleit á Holtavörðuheiði, Hvítársíðuafrétti og Þverárhlíð. Fjallkóngar eru: Holtavörðuheiði – Kristján Axelsson í Bakkakoti, Þverárhlíð – Einar Örnólfsson á Sigmundarstöðum og Þorbjörn …

Tónlistarskóli Borgarfjarðar fertugur á morgun.

Tónlistarskóli Borgarfjarðar verður 40 ára föstudaginn 7. september. Í tilefni dagsins verður opið hús í skólanum að Borgarbraut 23, Borgarnesi, frá kl. 14-18. Gestum er velkomið að fylgjast með kennslu, ganga um skólahúsnæðið og fá upplýsingar um starfið. Það verður kaffi á könnunni og gestum boðið að taka lagið. Öllum velkomið að líta við! Þetta er fyrsti atburðurinn í vetur …

Skógurinn á Varmalandi

Í sumar skrifaði Skógræktarfélag Íslands undir samstarfssamning við Toyota á Íslandi. Með samningnum skuldbindur Toyota sig til að styrkja rausnarlega umhirðu nokkurra valinna skóga, einn þeirra er skógurinn á Varmalandi. Skógræktarfélag Borgarfjarðar sér um framkvæmdir og nýverið hittu fulltrúar félagsins Ingibjörgu Ingu Guðmundsdóttur skólastjóra til að kynna henni verkefnið og leita leiða til að skógræktin nýtist sem best í skólastarfinu. …

Námsráðgjafi við grunnskóla Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar

Elín Kristjánsdóttir hefur verið ráðin námsráðgjafi við grunnskóla Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar. Elín hefur aðstöðu í Ráðhúsi Borgarbyggðar en mun flytja sig í húsnæði Menntaskólans þegar það verður tilbúið. Þrjá daga í viku fer hún á milli grunnskólanna og sinnir störfum sínum og einn dag í viku er hún á skrifstofu Borgarbyggðar. Hægt er að panta tíma hjá Elínu í …