Breyttar reglur um lýsingu við íbúðarhúsnæði í dreifbýli Borgarbyggðar

október 16, 2007
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti reglur um lýsingu við íbúðarhúsnæði utan þéttbýlis í Borgarbyggð á fundi sínum 26. september 2007. Frétt þessa efnis fór hér inn á heimasíðuna 10. október. Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar 11. október var 3. og 4. grein laganna síðan breytt.
Búið er að setja reglugerðina með breytingum inn í fréttina frá 10. október undir flipanum ,,Sjá reglur um ljósastaura í dreifbýli” Sjá einnig hér.
 
Í texta með eyðublaði sem fylgir 5. tbl. fréttabréfs Borgarbyggðar, sem borið verður í hús á fimmtudaginn kemur, er miðað við reglurnar fyrir breytingu. Að öðru leyti er eyðublaðið fullgilt.
 
3. grein fyrir breytingu er svona:
,,Að uppsetningu lokinni eru ljósastaurarnir eign eigenda viðkomandi húsnæðis og ber eiganda að sjá um viðhald þeirra og greiðslu rafmagnskostnaðr”.
 
3. grein eftir breytingu er svona:
,,Að uppsetningu lokinni eru ljósastaurarnir eign eigenda viðkomandi húsnæðis og ber eiganda að sjá um greiðslu rafmagnskostnaðar en sveitarfélagið kostar viðhald stauranna en áskilur sér rétt til að það sé í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins hverju sinni”.
 
4. grein fyrir breytingu er svona:
,,Frá og með gildistöku þessara reglna bera eigendur íbúðarhúsnæðis utan þéttbýlis allan rafmagns- og viðhaldskostnað af ljósastaurum sem áður hafa verið settir upp við hús þeirra. Óski aðilar eftir að ljósastaurar verði fjarlægðir skal það gert fyrir 31. desember 2007″
 
4. grein eftir breytingu er svona:
,,Frá og með gildistöku þessara reglna bera eigendur íbúðarhúsnæðis utan þéttbýlis allan rafmagnskostnað af ljósastaurum sem áður hafa verið settir upp við hús þeirra en sveitarfélagið ber kostnað af viðhaldi stauranna. Óski aðilar eftir að ljósastaurar verði fjarlægðir skal það gert fyrir 31. desember 2007″.


Share: