Undirskriftarlisti afhentur byggðarráði Borgarbyggðar

október 17, 2007
Foreldraráð Grunnskóla Borgarness, þær Guðbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Baldursdóttir og Helga Bjarnadóttir auk Sawai Wongphootorn foreldrafulltrúa gengu á fund byggðarráðs Borgarbyggðar í dag, 17. október. Þar afhentu þær undirskriftarlista með nöfnum tvöhundruð foreldra barna í Grunnskóla Borgarness.
Með undirskriftum sínum vilja foreldrarnir skora á sveitarstjórn að flýta byggingu mötuneytis við Grunnskólann í Borgarnesi.
 
Samþykkt var að vísa undirskriftalistunum til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.

Share: