Ábending varðandi efnistöku í Borgarbyggð

Framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þarf fyrir allri efnistöku í sveitarfélaginu á landi, úr ám, vötnum, fjörum og af hafsbotni allt að 115 metrum frá stórstraumsfjöruborði landareignar. Oft þarf einnig leyfi fleiri aðila t.d. Fiskistofu ef um er að ræða efnistöku úr ám og vötnum. Sjá hér upplýsingasíðu um efnistöku, lög og reglugerðir sem gilda um hana.  

Minnt er á dagskrá vegna aldarafmælis skólastarfs í Borgarnesi

Um þessar mundir eru 100 ár liðin síðan skólastarf hófst í Borgarnesi. Þessara tímamóta verður minnast með viðeigandi hætti, með opnu húsi í skólanum þar sem leitast er við að fanga tíðaranda liðins tíma, sýningu í Menningarsal Borgarbyggðar í MB, útgáfu skólablaðs og bókar um barna- og unglingafræðslu í Mýrasýslu.   Dagskrá 3. október: 12:30 – Hátíðarsamkoma við skólann 13:00-18:00 …

Útboðsauglýsing – Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í gatnagerð

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í gatnagerð við Arnarklett í Borgarnesi. Sjá hér útboðsauglýsinguna. Útboðsgögn verða afhent á geisladisk og án endurgjalds í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, á skrifstofutíma og þau eru einnig birt hér á heimasíðu Borgarbyggðar.  

Gamla skólahúsið í Dalsmynni hefur fengið andlitslyftingu

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar lagði til á fundi sínum í júní 2008 að gamla skóla- og þinghúsið í Dalsmynnislandi yrði málað og væri það einn hluti fegrunarátaks Borgarbyggðar. Bjarni Steinarsson í Borgarnesi málaði húsið nú í haust og með því er ekki lengur auglýsing á gafli hússins eins og verið hefur í nokkur ár. Húsið er byggt 1931 og hefur …

Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi fagnar þessa dagana 30 ára starfsafmæli

Liðin eru 30 ár frá því að farið var að æfa og keppa í sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi. Einnig var byggt yfir núverandi innilaug, sem áður hafði verið útilaug um margra ára skeið og með því varð hún hluti af íþróttamiðstöðinni eins og við þekkjum hana nú. Í sumar hefur veðrið leikið við gesti og var aðsóknarmet slegið alla þrjá …

Myndlistarsýning í Safnahúsi Borgarfjarðar

Steinunn Steinarsdóttir frá Tröð í Kolbeinsstaðarhreppi opnar sína fyrstu málverkasýningu í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi, þann 3. október, klukkan 16:00. Steinunn hefur teiknað og málað frá æsku. Á sýningunni mun hún sýna akrýlmálverk, mannamyndir og fleira.   Eitt af markmiðum menningarstefnu Borgarbyggðar er að veita ungum listamönnum í héraði tækifæri til að sýna verk sín og er þessi sýning einn …

Skólastarf í Borgarnesi 100 ára

Um þessar mundir eru 100 ár liðin síðan skólastarf hófst í Borgarnesi. Þessara tímamóta verður minnst með viðeigandi hætti á opnu húsi í skólanum, þar sem leitast er við að fanga tíðaranda liðins tíma, sýningu í menningarsal Borgarbyggðar í Menntaskóla Borgarfjarðar, útgáfu skólablaðs og bókar um barna- og unglingafræðslu í Mýrasýslu. Hér má nálgast dagskránna. Myndin sem birtist með fréttinni …

Tillaga að breyttu deiliskipulagi við Ytri-Skeljabrekku í Borgarbyggð

Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Ytri-Skeljabrekku skv. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Breytingin er í því fólgin að lóðin Varmabrekka 2 er stækkuð úr 3210m² í 7043m², byggingarreitur er færður til á lóð. Einnig er gerð breyting á J lið í skilmálum gildandi deiliskipulags. Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar að …

Sprengingar vegna lagnavinnu í Borgarnesi

Frá og með föstudeginum 26. sept. verður unnið við sprengingar vegna lagnavinnu frá Borgarbraut og niður með húsi Vírnets hf. í átt til sjávar. Ætla má að verkið taki innan við tvær vikur. Fyrir sprengingar verða gefin hljóðmerki og aftur að sprengingu lokinni. Titrings kann að verða vart vegna sprenginganna í næsta nágrenni. Ef þú hefur einhverjar ábendingar vinsamlegast hafðu …

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2008

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar verða veittar á Sauðamessu laugardaginn 4. október í Skallgrímsgarði. Í ár verða veittar viðurkenningar fyrir myndarlegasta býlið, snyrtilegustu lóð við íbúðarhúsnæði, snyrtilegustu lóð við atvinnuhúsnæði og auka viðurkenning frá umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Hér má sjá viðurkenningar síðustu tveggja ára á heimasíðu Borgarbyggðar.